Steingrímur kominn í töðuilm í bústörfum á Gunnarsstöðum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2021 14:32 Steingrímur kominn í töðuilminn í heyskapnum á Gunnarsstöðum eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi. Einar Árnason Steingrímur J. Sigfússon stendur á tímamótum að loknum 38 ára viðburðaríkum stjórnmálaferli. Eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi í sumar sem forseti Alþingis hélt hann ásamt fjölskyldu sinni í frí norður í Þistilfjörð á æskuheimili sitt á Gunnarsstöðum. „Ég bara rýk hér upp á vélar um leið og ég kem, ef þannig stendur á. Það er alveg yndislegt. Og finna töðuilminn. Það er bara hluti af tilverunni,“ segir Steingrímur þegar hann stígur af traktornum. Í þættinum Um land allt á Stöð 2, þeim fyrsta í nýrri þáttaröð, hittum við Steingrím á hans heimaslóðum. Steingrímur á unglingsárum bregður á leik á við gamla bæinn. Hérna er hann að herma eftir afabróður sínum, Friðrik Jónssyni á Flautafelli.Úr einkasafni Hann rifjar upp æskuna á Gunnarsstöðum og sýnir okkur átthagana og forna heiðabyggð þar sem forfeður hans bjuggu. Einnig er stiklað á stóru í æviferli hans sem stjórnmálamanns. „Þá afsalar þú þér talsverðu af frelsi þínu. Þú stjórnar því ekkert algerlega sjálfur hvernig þú verð þínum tíma eða hvað þú gerir,“ segir Steingrímur í þættinum. Steingrímur sýnir hvar heiðarbýlið Hávarðsstaðir stóð. Þaðan komu forfeður hans.Einar Árnason „Núna endurheimti ég þetta frelsi og fagna því að geta dregið mig af sviðinu og baksviðs og geta notið meiri tíma með fjölskyldu minni hér á Gunnarsstöðum og annarsstaðar þar sem ég hef gaman að því að vera. Ég vona að það gangi bara vel. Að maður fái ekki einhver fráhvarfseinkenni. En það verður að koma í ljós. Og náttúrlega óskar maður sér þess að manni endist aldur og heilsa til að njóta lífsins í einhver góð ár þegar atinu slotar,“ segir Steingrímur. Steingrímur við gamla bæinn á Gunnarsstöðum. Undir húsgaflinum situr eiginkonan, Bergný Marvinsdóttir, og prjónar.Einar Árnason Í þættinum er hann einnig spurður um hverju hann sjái mest eftir á ferlinum en einnig hverju hann sé stoltastur af. Svörin fást í þættinum, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Svalbarðshreppur Landbúnaður Tengdar fréttir „Ég verð ekki fremst á sviðinu lengur“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis situr í dag sinn síðasta þingfund eftir þrjátíu og átta ára setu á Alþingi. 12. júní 2021 22:17 „Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti sína síðustu eldhúsdagsræðu í kvöld. Hann þakkar ríkisstjórninni fyrir að standa við orð sín um að efla Alþingi. 7. júní 2021 22:54 Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
„Ég bara rýk hér upp á vélar um leið og ég kem, ef þannig stendur á. Það er alveg yndislegt. Og finna töðuilminn. Það er bara hluti af tilverunni,“ segir Steingrímur þegar hann stígur af traktornum. Í þættinum Um land allt á Stöð 2, þeim fyrsta í nýrri þáttaröð, hittum við Steingrím á hans heimaslóðum. Steingrímur á unglingsárum bregður á leik á við gamla bæinn. Hérna er hann að herma eftir afabróður sínum, Friðrik Jónssyni á Flautafelli.Úr einkasafni Hann rifjar upp æskuna á Gunnarsstöðum og sýnir okkur átthagana og forna heiðabyggð þar sem forfeður hans bjuggu. Einnig er stiklað á stóru í æviferli hans sem stjórnmálamanns. „Þá afsalar þú þér talsverðu af frelsi þínu. Þú stjórnar því ekkert algerlega sjálfur hvernig þú verð þínum tíma eða hvað þú gerir,“ segir Steingrímur í þættinum. Steingrímur sýnir hvar heiðarbýlið Hávarðsstaðir stóð. Þaðan komu forfeður hans.Einar Árnason „Núna endurheimti ég þetta frelsi og fagna því að geta dregið mig af sviðinu og baksviðs og geta notið meiri tíma með fjölskyldu minni hér á Gunnarsstöðum og annarsstaðar þar sem ég hef gaman að því að vera. Ég vona að það gangi bara vel. Að maður fái ekki einhver fráhvarfseinkenni. En það verður að koma í ljós. Og náttúrlega óskar maður sér þess að manni endist aldur og heilsa til að njóta lífsins í einhver góð ár þegar atinu slotar,“ segir Steingrímur. Steingrímur við gamla bæinn á Gunnarsstöðum. Undir húsgaflinum situr eiginkonan, Bergný Marvinsdóttir, og prjónar.Einar Árnason Í þættinum er hann einnig spurður um hverju hann sjái mest eftir á ferlinum en einnig hverju hann sé stoltastur af. Svörin fást í þættinum, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Svalbarðshreppur Landbúnaður Tengdar fréttir „Ég verð ekki fremst á sviðinu lengur“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis situr í dag sinn síðasta þingfund eftir þrjátíu og átta ára setu á Alþingi. 12. júní 2021 22:17 „Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti sína síðustu eldhúsdagsræðu í kvöld. Hann þakkar ríkisstjórninni fyrir að standa við orð sín um að efla Alþingi. 7. júní 2021 22:54 Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
„Ég verð ekki fremst á sviðinu lengur“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis situr í dag sinn síðasta þingfund eftir þrjátíu og átta ára setu á Alþingi. 12. júní 2021 22:17
„Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti sína síðustu eldhúsdagsræðu í kvöld. Hann þakkar ríkisstjórninni fyrir að standa við orð sín um að efla Alþingi. 7. júní 2021 22:54
Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01