Morðið aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. október 2021 23:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt fyrir lýðræðið að stjórnmálamenn geti átt bein samskipti við fólk. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Forsætisráðherra segir morð á breskum þingmanni mikið áfall og í raun aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Það sé hættulegt ef stjórnmálamenn veigri sér við að sinna skyldum sínum vegna mögulegra árása. Morðið á breska þingmanninum David Amess, sem var myrtur fyrir utan skrifstofu sína í Essex í gær, er nú rannsakað af lögreglu sem hryðjuverk. Lögreglan í Bretlandi hefur nú handtekið 25 ára breskan karlmann af sómölskum uppruna sem grunaður er um verknaðinn. Málið hefur vakið athygli víða um heim og ekki síst hér á Íslandi. „Það er auðvitað áfall að heyra af árásum á kjörna fulltrúa," segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um málið. „Þetta er í annað skipti sem að þingmaður er myrtur fyrir það eitt að sinna sínum kyldustörfum og ræða við kjósendur. Það er sérstakt áhyggjuefni ef þetta verður til þess að kjörnir fulltrúar veigra sér við að sinna skyldum sínum og eiga beint samtal við íbúa í landinu,“ segir Katrín. Aðeins fimm ár eru liðin frá því að Jo Cox, þingmaður breska verkamannaflokksins, var myrt skömmu fyrir Brexit kosningarnar 2016 en mál Cox er að mörgu leiti svipað máli Amess, þar sem hún var einnig á leið á fund með íbúum þegar hún var myrt. Katrín vísar til þess að sambærileg atvik, þar sem ráðist hefur verið á stjórnmálamenn, hafi komið upp á Norðurlöndunum og þar vert að nefna Svíþjóð til að mynda. Aðspurð um hvort eitthvað þessu líkt gæti komið upp hér á landi segir Katrín það ekki ómögulegt. „Auðvitað geta svona hlutir gerst en það má ekki gleyma því líka hversu mikilvægt það er fyrir lýðræðið að stjórnmálamenn geti átt bein og milliliðalaus samskipti við fólk,“ segir Katrín. „Raunar er það nú þannig því að Ísland fagnar því nú að vera friðsamlegasta land í heimi að það eru sérstök forréttindi að fá að vera stjórnmálamaður á Íslandi og geta gengið um götur og gert nákvæmlega þetta,“ segir hún enn fremur. Bretland Morðið á Sir David Amess Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32 Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28 Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Morðið á breska þingmanninum David Amess, sem var myrtur fyrir utan skrifstofu sína í Essex í gær, er nú rannsakað af lögreglu sem hryðjuverk. Lögreglan í Bretlandi hefur nú handtekið 25 ára breskan karlmann af sómölskum uppruna sem grunaður er um verknaðinn. Málið hefur vakið athygli víða um heim og ekki síst hér á Íslandi. „Það er auðvitað áfall að heyra af árásum á kjörna fulltrúa," segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um málið. „Þetta er í annað skipti sem að þingmaður er myrtur fyrir það eitt að sinna sínum kyldustörfum og ræða við kjósendur. Það er sérstakt áhyggjuefni ef þetta verður til þess að kjörnir fulltrúar veigra sér við að sinna skyldum sínum og eiga beint samtal við íbúa í landinu,“ segir Katrín. Aðeins fimm ár eru liðin frá því að Jo Cox, þingmaður breska verkamannaflokksins, var myrt skömmu fyrir Brexit kosningarnar 2016 en mál Cox er að mörgu leiti svipað máli Amess, þar sem hún var einnig á leið á fund með íbúum þegar hún var myrt. Katrín vísar til þess að sambærileg atvik, þar sem ráðist hefur verið á stjórnmálamenn, hafi komið upp á Norðurlöndunum og þar vert að nefna Svíþjóð til að mynda. Aðspurð um hvort eitthvað þessu líkt gæti komið upp hér á landi segir Katrín það ekki ómögulegt. „Auðvitað geta svona hlutir gerst en það má ekki gleyma því líka hversu mikilvægt það er fyrir lýðræðið að stjórnmálamenn geti átt bein og milliliðalaus samskipti við fólk,“ segir Katrín. „Raunar er það nú þannig því að Ísland fagnar því nú að vera friðsamlegasta land í heimi að það eru sérstök forréttindi að fá að vera stjórnmálamaður á Íslandi og geta gengið um götur og gert nákvæmlega þetta,“ segir hún enn fremur.
Bretland Morðið á Sir David Amess Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32 Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28 Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32
Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28
Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16