Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 16. október 2021 12:40 Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen Samsett Skúli Mogensen, fyrrum forstjóri WOW air, segist þakklátur fjölskyldu sinni í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Hann hafi orðið líkamlega og andlega gjaldþrota í kjölfar falls flugfélagsins og þakkar fjölskyldu sinni fyrir að hafa komið í veg fyrir að hann legðist í langvarandi þunglyndi. Athafnamaðurinn hefur staðið fyrir uppbyggingu í Hvammsvík í Kjósarhreppi ásamt konu sinni, Grímu Björgu Thorarensen, og foreldrum sínum. Skúli hyggst selja lóðir undir heilsárshús og opna sjóböð á landinu. Skúli segir Grímu hafa staðið með sér í gegnum erfiða tíma og hvatt hann til verka í Hvammsvíkinni. Að sögn Skúla kynntust þau Gríma þegar allt lék í lyndi en þegar þunglyndið sótti að honum í kjölfar falls flugfélagsins bauð hann Grímu að fara frá sér. „Hún hefur verið ótrúlega sterk og staðið við hlið mér eins og klettur. Ég er óendanlega þakklátur fyrir hennar stuðning og ást, að ekki sé talað um strákana okkar tvo sem við eigum núna saman, Jaka sem er eins og hálfs árs og mánaðargamlan bróður hans,“ segir Skúli í viðtali við Fréttablaðið. Uppbyggingu miðar áfram en hugurinn enn við flugið Skúli segir uppbygginguna í Hvammsvík ganga vel og að þau hjónin gangi í öll möguleg störf í sveitinni. Hugurinn er þó enn við flugið en það er draumurinn að gera öllum kleift að ferðast. „Við Gríma erum rétt að byrja okkar ævintýri. Hún hefur mátt þola umtalið, allt frá því við byrjuðum saman, sem auðvitað vakti athygli vegna 20 ára aldursmunar. Og vel að merkja, hún var alltof ung í huga mér í fyrstu, enda féll ég ekki fyrir henni fyrr en mörgum árum eftir fyrstu kynni, þegar hún hafði sem flugfreyja hjá WOW elt drauma sína út fyrir landsteinana og lagt stund á nám í innanhússhönnun." Tapaði átta milljörðum við fall WOW WOW hætti starfsemi sinni í þann 28. mars 2018 eftir langan aðdraganda. Um ellefu hundruð starfsmenn félagsins misstu vinnuna í kjölfar fallsins en Skúli segist hafa sokkið djúpt í andlegri líðan. Skúli tapaði þar að auki fjórum milljörðum með falli WOW og skuldaði fjóra til viðbótar. Hann er enn að greiða niður skuldirnar, meðal annars með sölu jarða, fasteigna og listaverka, að því er segir í Fréttablaðinu. WOW Air Fréttir af flugi Ástin og lífið Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Athafnamaðurinn hefur staðið fyrir uppbyggingu í Hvammsvík í Kjósarhreppi ásamt konu sinni, Grímu Björgu Thorarensen, og foreldrum sínum. Skúli hyggst selja lóðir undir heilsárshús og opna sjóböð á landinu. Skúli segir Grímu hafa staðið með sér í gegnum erfiða tíma og hvatt hann til verka í Hvammsvíkinni. Að sögn Skúla kynntust þau Gríma þegar allt lék í lyndi en þegar þunglyndið sótti að honum í kjölfar falls flugfélagsins bauð hann Grímu að fara frá sér. „Hún hefur verið ótrúlega sterk og staðið við hlið mér eins og klettur. Ég er óendanlega þakklátur fyrir hennar stuðning og ást, að ekki sé talað um strákana okkar tvo sem við eigum núna saman, Jaka sem er eins og hálfs árs og mánaðargamlan bróður hans,“ segir Skúli í viðtali við Fréttablaðið. Uppbyggingu miðar áfram en hugurinn enn við flugið Skúli segir uppbygginguna í Hvammsvík ganga vel og að þau hjónin gangi í öll möguleg störf í sveitinni. Hugurinn er þó enn við flugið en það er draumurinn að gera öllum kleift að ferðast. „Við Gríma erum rétt að byrja okkar ævintýri. Hún hefur mátt þola umtalið, allt frá því við byrjuðum saman, sem auðvitað vakti athygli vegna 20 ára aldursmunar. Og vel að merkja, hún var alltof ung í huga mér í fyrstu, enda féll ég ekki fyrir henni fyrr en mörgum árum eftir fyrstu kynni, þegar hún hafði sem flugfreyja hjá WOW elt drauma sína út fyrir landsteinana og lagt stund á nám í innanhússhönnun." Tapaði átta milljörðum við fall WOW WOW hætti starfsemi sinni í þann 28. mars 2018 eftir langan aðdraganda. Um ellefu hundruð starfsmenn félagsins misstu vinnuna í kjölfar fallsins en Skúli segist hafa sokkið djúpt í andlegri líðan. Skúli tapaði þar að auki fjórum milljörðum með falli WOW og skuldaði fjóra til viðbótar. Hann er enn að greiða niður skuldirnar, meðal annars með sölu jarða, fasteigna og listaverka, að því er segir í Fréttablaðinu.
WOW Air Fréttir af flugi Ástin og lífið Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira