Innlent

Safnahelgi á Suðurnesjum alla helgina

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Safnahelgi á Suðurnesjum er fjölbreytt og skemmtileg helgi þar sem allir eru velkomnir að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá helgarinnar.
Safnahelgi á Suðurnesjum er fjölbreytt og skemmtileg helgi þar sem allir eru velkomnir að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá helgarinnar. Aðsend

Þeir sem vilja njóta menningar út í ystu æsar um helgina ættu þá að vera á Suðurnesjunum því þar fer fram Safnahelgi með fjölbreyttum viðburðum. Meðal annars verður hægt að skoða Slökkviliðssafn Íslands, Reykjanesvita, bátasafn, Rokksafn Íslands og kynna sér sögu Kaupfélags Suðurnesja.

Öll sveitarfélögin á Suðurnesjum taka þátt í Safnahelgina þar sem þau bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Ókeypis er inn á söfnin og flesta viðburði helgarinnar.

Bergný Jóna Sævarsdóttir, sviðsstjóri hjá Suðurnesjabæ veit allt um helgina.

„Safnahelgi hefur verið haldin á Suðurnesjum í nokkur ár oftast um miðjan febrúar en sökum Covid var henni frestað í fyrra en við vildum ekki aflýsa henni aftur og færðum hana því núna yfir í október. Þetta er samstarfsverkefni, sem er búið að vera í nokkur ár og hefur tekist rosalega vel. Langflest söfn á Suðurnesjum bjóða gestum núna frítt inn á söfnin hjá sér,“ segir Bergný.

Bergný Jóna Sævarsdóttir, sviðsstjóri hjá Suðurnesjabæ, sem er ein af þeim, sem hefur undirbúið Safnahelgina af miklum krafti.Aðsend

Bergný segir mikla safnamenningu á Suðurnesjum.

„Já og það bætist bara alltaf við. Við erum náttúrulega með Rokksafnið í Reykjanesbæ og það er bæði Byggðasafn í Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ og svo eru náttúrulega öll bókasöfnin, ég er örugglega að gleyma einhverju, listasöfnin, Saltfisksetrið í Garðinum, Kvikan í Grindavík, þannig að það er rosalega margt í gangi og mörg söfn og í rauninni er þetta bara verkefni, sem hefur heppnast rosalega vel.“

Hægt er að skoða alla dagskrá Safnahelgarinnar á heimasíðu verkefnisinsAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.