Hlé á stjórnarmyndunarviðræðum í dag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. október 2021 09:57 Blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í Hörpu vegna breyttra reglna á Covid á landamærunum Formenn ríkisstjórnarflokkanna taka sér hlé frá stjórnarmyndunarviðræðum í dag en hittast aftur á morgun. Þetta staðfestir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, við fréttastofu. „Arctic Circle kallar á athygli okkar og tíma í dag,“ segir hann en staðfestir þó að formennirnir muni hittast aftur á morgun til að halda viðræðunum áfram. Ljóst er að þau eru ekki mikið að flýta sér, enda ekki endilega þörf á því fyrir ríkisstjórn sem heldur þingmeirihluta eftir kosningar. Síðustu daga hefur borið á nokkrum ágreiningsmálum í viðræðunum en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði við fréttastofu í gær að helstu verkefni næstu daga væri að ná flokkunum saman um aðgerðir í loftslags- og félagsmálum. Hálendisþjóðgarður Vinstri grænna, sem var kveðið á um í síðasta stjórnarsáttmála, varð svo mjög umdeildur meðal framsóknar- og sjálfstæðismanna undir lok kjörtímabilsins en Katrín sagði við fréttastofu í gær að Vinstri græn myndu áfram halda því máli til streitu í viðræðunum. Formennirnir hafa þá nefnt orkumálin sem ágreiningsmál við fréttastofu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Tæplega 60 prósent vilja Katrínu áfram sem forsætisráðherra Tæp 58% kjósenda vilja að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, verði áfram forsætisráðherra Íslands. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu. 12. október 2021 13:33 „Að sjálfsögðu er áherslumunur milli flokkanna“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði stjórnarmyndunarviðræður hafa gengið ágætlega. Á þeim tveimur vikum sem þær hefðu staðið yfir hefði verið farið yfir mörg ólík málefni. 12. október 2021 12:51 Tekist á um orkustefnu í stjórnarmyndunarviðræðum Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja að leysa þurfi úr ágreiningi stjórnarflokkanna um orkunýtingu til framtíðar í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Arftaki umhverfisráðherra hjá Landvernd varar hins vegar við því að „látið verði undan áróðursherferð óseðjandi orkuiðnaðar“ eins og það er orðað. 12. október 2021 19:21 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
„Arctic Circle kallar á athygli okkar og tíma í dag,“ segir hann en staðfestir þó að formennirnir muni hittast aftur á morgun til að halda viðræðunum áfram. Ljóst er að þau eru ekki mikið að flýta sér, enda ekki endilega þörf á því fyrir ríkisstjórn sem heldur þingmeirihluta eftir kosningar. Síðustu daga hefur borið á nokkrum ágreiningsmálum í viðræðunum en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði við fréttastofu í gær að helstu verkefni næstu daga væri að ná flokkunum saman um aðgerðir í loftslags- og félagsmálum. Hálendisþjóðgarður Vinstri grænna, sem var kveðið á um í síðasta stjórnarsáttmála, varð svo mjög umdeildur meðal framsóknar- og sjálfstæðismanna undir lok kjörtímabilsins en Katrín sagði við fréttastofu í gær að Vinstri græn myndu áfram halda því máli til streitu í viðræðunum. Formennirnir hafa þá nefnt orkumálin sem ágreiningsmál við fréttastofu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Tæplega 60 prósent vilja Katrínu áfram sem forsætisráðherra Tæp 58% kjósenda vilja að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, verði áfram forsætisráðherra Íslands. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu. 12. október 2021 13:33 „Að sjálfsögðu er áherslumunur milli flokkanna“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði stjórnarmyndunarviðræður hafa gengið ágætlega. Á þeim tveimur vikum sem þær hefðu staðið yfir hefði verið farið yfir mörg ólík málefni. 12. október 2021 12:51 Tekist á um orkustefnu í stjórnarmyndunarviðræðum Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja að leysa þurfi úr ágreiningi stjórnarflokkanna um orkunýtingu til framtíðar í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Arftaki umhverfisráðherra hjá Landvernd varar hins vegar við því að „látið verði undan áróðursherferð óseðjandi orkuiðnaðar“ eins og það er orðað. 12. október 2021 19:21 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Tæplega 60 prósent vilja Katrínu áfram sem forsætisráðherra Tæp 58% kjósenda vilja að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, verði áfram forsætisráðherra Íslands. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu. 12. október 2021 13:33
„Að sjálfsögðu er áherslumunur milli flokkanna“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði stjórnarmyndunarviðræður hafa gengið ágætlega. Á þeim tveimur vikum sem þær hefðu staðið yfir hefði verið farið yfir mörg ólík málefni. 12. október 2021 12:51
Tekist á um orkustefnu í stjórnarmyndunarviðræðum Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja að leysa þurfi úr ágreiningi stjórnarflokkanna um orkunýtingu til framtíðar í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Arftaki umhverfisráðherra hjá Landvernd varar hins vegar við því að „látið verði undan áróðursherferð óseðjandi orkuiðnaðar“ eins og það er orðað. 12. október 2021 19:21