Innlent

Vinningurinn trompaðist og varð 25 milljónir

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Milljónirnar fimm trompuðust upp í tuttugu og fimm.
Milljónirnar fimm trompuðust upp í tuttugu og fimm. Getty

Þátttakandi í Happdrætti Háskóla Íslands vann í kvöld 25 milljónir króna. Hann hlaut hæsta vinning, sem er fimm milljónir króna.

Viðkomandi átti þó svokallaðan „trompmiða,“ sem olli því að vinningurinn fimmfaldaðist, að því er fram kemur í tilkynningu frá Happdrætti Háskólans.

Spilarinn fær því 25 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðaeigandi var með sama númer, en á einfaldan miða. Sá gengur því frá borði með fimm milljónir.

Átta manns unnu þá milljón hver og aðrir tólf fengu hálfa milljón í sinn hlut. Alls skiptu vinningshafar í þessum mánuði með sér 133 milljónum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×