Lífið

Kom heim úr Krydd­síldinni einu bíl­prófi fá­tækari

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Feðginin Páll og Edda Sif voru hress í afmælisveislu Stöðvar 2 í gærkvöldi.
Feðginin Páll og Edda Sif voru hress í afmælisveislu Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Páll Magnússon, sem um árabil gegndi stöðu fréttastjóra á Stöð 2, var gestur Eddu Andrésdóttur í afmælisdagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi, í tilefni af 35 ára afmæli stöðvarinnar. Þar var hann ásamt sjónvarpskonunni Eddu Sif Pálsdóttur, dóttur sinni, þar sem þau rifjuðu upp sögur frá tíma Páls á Stöð 2.

Óhætt er að segja að þau feðgin hafi farið um víðan völl í gærkvöldi. Páll sagði meðal annars frá því fyrirkomulagi sem tíðkaðist á stöðinni þegar viðfangsefni frétta sögðust ekki vilja tjá sig um ákveðin fréttamál, en segja má að það hafi hreinlega ekki verið í boði.

Þá voru sýnd stutt myndbrot frá því Páll var fréttaþulur, þar sem hann sést meðal annars í hláturskasti á meðan hann les inngang að heldur alvarlegri frétt. Þá lýsir Edda Sif því hvernig það var að „alast upp á Stöð 2,“ auk þess sem hún segir sögu af því þegar pabbi hennar kom seint heim á gamlársdag, eftir að hafa stýrt Kryddsíld Stöðvar 2, einu bílprófi fátækari en þegar hann lagði af stað að heiman.

Hér að neðan má sjá innslagið með þeim feðginum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×