Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.

Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn sá langstærsti á þingi, með sautján þingmenn, eftir að Birgir Þórarinsson gekk til liðs við hann. Ákvörðunin er umdeild en í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við varaþingmann Sjálfstæðisflokksins sem segir Birgi þurfa að aðlaga sig að málum Sjálfstæðisflokksins. Þá segir þingflokksformaður að ákvörðun Birgis hafi verið hnífstunga í bak kjósenda.

Þá heyrum við í bæjarstjóra Múlaþings sem segir að verið sé að endurskoða hættumat á Seyðisfirði og út frá því verði teknar ákvarðanir um rýmingar. Ekki sé útilokað að rýming muni standa þar til búið sé að tryggja byggð með fullnægjandi hætti. Þá verði íbúum á svæðum sem ekki sé hægt að verja hugsanlega óheimilt að snúa aftur heim.

Einnig heyrum við í kjósendum, en samkvæmt nýrri könnun vantreystir um fjórðungur kjósenda niðurstöðum nýafstaðinna Alþingiskosninga en kjósendur sem fréttastofa ræddi við vilja síður ganga til kosninga að nýju.

Við tölum líka við eiganda Gamla bakarísins á Ísafirði sem nær ómögulega að slíta sig frá vinnu - þrátt fyrir að hafa lokað bakaríinu og sett það á sölu fyrir rúmu ári. Hann vonar að ungt fólk taki við kökukeflinu.

Þá hittum við krakka á Stykkishólmi sem hafa meðal annars náð að knýja fram upphitaðan körfuboltavöll og ræðum við Eddu Andrésdóttur en hún er nú að undirbúa veglegan sjónvarpsþátt í tilefni 35 ára afmælis Stöðvar 2 í opinni dagskrá í kvöld.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×