Lífið

Bretar í á­falli eftir inn­slag úr heimildaþáttum um Ísland

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
FT Weekend Oxford Literary Festival
getty/david levenson

Við­brögð við fyrsta þætti bresku sjón­varps­stjörnunnar Alexanders Armstrong í nýrri heimilda­þátta­seríu hans um Ís­land hafa ekki látið á sér standa. Þar heim­sækir Alexander helstu túr­ista­staði landsins en það er Reður­safnið sem vekur helst at­hygli breskra á­horf­enda.

„Á­horf­endur Stöðvar 5 voru í á­falli eftir heim­sókn Alexanders Armstrong á typpa­safn Ís­lands í nýju heimildaþáttunum hans,“ segir ein­fald­lega í frétt Express.

Í fréttinni er þátturinn rakinn og því lýst hvernig Armstrong varð sér­stak­lega dol­fallinn við að sjá reður hvals á safninu og sér­stak­lega þegar for­stöðu­maður safnsins til­kynnti honum að reðurinn væri nú ekki nema einn þriðji af sinni upp­runa­legu stærð.

Fyrsti þáttur þátta­raðarinnar var sýndur í gær en þar ferðast Armstrong um Ís­land og kynnist bæði sögu og menningu landsins. Hann heim­sækir eld­stöðvar, þekkta túr­ista­staði og kíkir meira að segja á nætur­lífið.



Þættirnir heita ein­fald­lega Ís­land með Alexander Armstrong.

Armstrong er þekktastur fyrir að stýra spurninga­þáttunum Point­less hjá breska ríkis­sjón­varpinu BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×