Innlent

Frændi Ís­lendings sem fannst látinn í Sví­þjóð: Mikill léttir en líka sorg

Þorgils Jónsson skrifar
Víðir Víðisson segir í samtali við Vísi að blendnar tilfinningar fylgi því að frændi hans hafi fundist látinn í Svíþjóð eftir margra daga leit. Bæði sorg og einnig mikill léttir að hann skuli hafa fundist. 
Víðir Víðisson segir í samtali við Vísi að blendnar tilfinningar fylgi því að frændi hans hafi fundist látinn í Svíþjóð eftir margra daga leit. Bæði sorg og einnig mikill léttir að hann skuli hafa fundist. 

„Þetta er mikill léttir eftir að hafa verið í óvissu núna í rúma viku, en á sama tíma mikil sorg.“ Þetta segir Víðir Víðisson í samtali við Vísi, en frændi hans, Rósinkrans Már Konráðsson, fannst látinn í sjónum við Öland í Svíþjóð í morgun eftir að hafa verið leitað síðan 25. september.

Víðir hélt utan fyrir nokkru til að aðstoða við leitina, en eins og fram hefur komið féll Rósinkrans af sæþotu við sænsku eyjuna Öland.

Víðir sagði að síðustu dagar hefðu verið afar erfiðir. Leitin hafi loks borið árangur í morgun þegar kafarar frá sænsku landhelgisgæslunni fundu Rósinkrans á hafsbotni nálægt þeim stað þar sem hann féll útí.

„Þetta var svolítið skrítið því að það var búið að leita mjög vel á þessu svæði. Svo finnst hann af þessum köfurum sem voru þarna við æfingar. Þeir áttu upphaflega að vera annarsstaðar en færðu æfinguna að leitarsvæðinu.“

Víðir skrifaði um leitina á Facebooksíðu sína í gær:


Tengdar fréttir

Leita enn að íslenskum manni í Svíþjóð

Til stóð að halda áfram leit að íslenskum karlmanni á fimmtugsaldri sem hefur verið saknað frá því að hann hélt frá landi á sæþotu í Svíþjóð á laugardag. Frændi mannsins segist standa fyrir leit að honum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×