„Er misskilningur lygi?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2021 12:40 Dóra Björt Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi og formaður nýsköpunarráðs borgarinnar. Formaður nýsköpunarráðs Reykjavíkurborgar vísar ásökunum Samtaka iðnaðarins um lygar á bug og segir ummæli sín hafa verið byggð á misskilningi. Þá sé gagnrýni minnihluta borgarstjórnar á verkefnið Stafræn umbreyting lituð rangfærslum - borgin standi með heilbrigðum markaði. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að farið yrði í útboð allra þátta hins tíu milljarða verkefnis Stafrænnar umbreytingar var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Áður höfðu borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýnt hvernig staðið var að verkefninu - og héldu uppteknum hætti í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði til að mynda á Facebook að það hefði verið til skammar að fella tillöguna og tók undir með borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins; að það að ráða sextíu sérfræðinga til vinnu í borginni í stað þess að nota krafta þeirra víða í hugbúnaðargeiranum væri „einfaldlega galið“. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata er formaður nýsköpunarráðs borgarinnar, sem fer fyrir verkefninu. „Gefið er stanslaust í skyn að ríkið sé að gera þetta svo mikið betur en borgin og vísað til Stafræns Íslands í því samhengi. En staðreyndin er sú að ríkið er með allt öðruvísi upplýsingatæknikerfi en borgin, með þetta dreift í stað miðlægrar stjórnar. Og það sem borgin hefur staðið sig vel í er að ná þessu á einn miðlægan stað. Þannig er Stafrænt Ísland, sem er að gera frábæra hluti, meira eins og verkefnastofa inni á þjónustu- og nýsköpunarsviði og því er ekki jöfnu saman að líkja,“ segir Dóra. „Upphæðin hjá okkur virðist miklu hærri því við erum með þetta á einum stað. Það er talað mikið um útboð og annað og verið að gefa í skyn að við séum að fara að gera þetta allt innanhúss, en það er algjörlega rangt. Þetta mál og umræða í kringum það byggist á misskilningi og rangfærslum. Langstærsti hluti okkar metnaðarfulla átaks í stafrænni umbreytingu næstu árin verður keyptur inn. Að minnsta kosti 7,7 milljarðar af þessum tíu milljörðum næstu þrjú árin fara í innkaup, 2,7 milljarðar af 3,2 milljörðum á þessu ári fara í útboð og innkaup. Þannig erum við að nýta þekkingu á markaði og við stöndum með heilbrigðum markaði en okkar hollusta liggur hjá íbúanum og að fara vel með skattfé almennings.“ Enginn ásetningur Þá er haft eftir Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins í Morgunblaðinu í morgun að Dóra Björt hafi haldið því ranglega fram á borgarstjórnarfundi í gær að borgin hefði fundað með samtökunum um stafræna umbreytingu. Sigurður gekk svo langt að saka Dóru um lygar. Dóra segir að hún hafi einfaldlega staðið í þeirri trú í gær að fundurinn hefði farið fram, líkt og fundur með Samtökum atvinnulífsins, en hið rétta sé að fundurinn fari fram á mánudag. Þannig að þú hafnar því að hafa verið að ljúga? „Er misskilningur lygi? Er það að hafa ekki nægar upplýsingar lygi? Snýst ekki lygi um að vilja að fara rangt með og reyna að blekkja með ásetningi? Það var enginn ásetningur að fara rangt með. Ég hafði einfaldlega ekki réttar upplýsingar fyrir framan mig, ég biðst afsökunar á því, en mér finnst verið að skjóta yfir markið.“ Borgarstjórn Stafræn þróun Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Óskaði þess að hann gæti tekið gjörðir sínar til baka Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að farið yrði í útboð allra þátta hins tíu milljarða verkefnis Stafrænnar umbreytingar var felld á fundi borgarstjórnar í gær. Áður höfðu borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýnt hvernig staðið var að verkefninu - og héldu uppteknum hætti í gær. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði til að mynda á Facebook að það hefði verið til skammar að fella tillöguna og tók undir með borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins; að það að ráða sextíu sérfræðinga til vinnu í borginni í stað þess að nota krafta þeirra víða í hugbúnaðargeiranum væri „einfaldlega galið“. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata er formaður nýsköpunarráðs borgarinnar, sem fer fyrir verkefninu. „Gefið er stanslaust í skyn að ríkið sé að gera þetta svo mikið betur en borgin og vísað til Stafræns Íslands í því samhengi. En staðreyndin er sú að ríkið er með allt öðruvísi upplýsingatæknikerfi en borgin, með þetta dreift í stað miðlægrar stjórnar. Og það sem borgin hefur staðið sig vel í er að ná þessu á einn miðlægan stað. Þannig er Stafrænt Ísland, sem er að gera frábæra hluti, meira eins og verkefnastofa inni á þjónustu- og nýsköpunarsviði og því er ekki jöfnu saman að líkja,“ segir Dóra. „Upphæðin hjá okkur virðist miklu hærri því við erum með þetta á einum stað. Það er talað mikið um útboð og annað og verið að gefa í skyn að við séum að fara að gera þetta allt innanhúss, en það er algjörlega rangt. Þetta mál og umræða í kringum það byggist á misskilningi og rangfærslum. Langstærsti hluti okkar metnaðarfulla átaks í stafrænni umbreytingu næstu árin verður keyptur inn. Að minnsta kosti 7,7 milljarðar af þessum tíu milljörðum næstu þrjú árin fara í innkaup, 2,7 milljarðar af 3,2 milljörðum á þessu ári fara í útboð og innkaup. Þannig erum við að nýta þekkingu á markaði og við stöndum með heilbrigðum markaði en okkar hollusta liggur hjá íbúanum og að fara vel með skattfé almennings.“ Enginn ásetningur Þá er haft eftir Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins í Morgunblaðinu í morgun að Dóra Björt hafi haldið því ranglega fram á borgarstjórnarfundi í gær að borgin hefði fundað með samtökunum um stafræna umbreytingu. Sigurður gekk svo langt að saka Dóru um lygar. Dóra segir að hún hafi einfaldlega staðið í þeirri trú í gær að fundurinn hefði farið fram, líkt og fundur með Samtökum atvinnulífsins, en hið rétta sé að fundurinn fari fram á mánudag. Þannig að þú hafnar því að hafa verið að ljúga? „Er misskilningur lygi? Er það að hafa ekki nægar upplýsingar lygi? Snýst ekki lygi um að vilja að fara rangt með og reyna að blekkja með ásetningi? Það var enginn ásetningur að fara rangt með. Ég hafði einfaldlega ekki réttar upplýsingar fyrir framan mig, ég biðst afsökunar á því, en mér finnst verið að skjóta yfir markið.“
Borgarstjórn Stafræn þróun Nýsköpun Reykjavík Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Óskaði þess að hann gæti tekið gjörðir sínar til baka Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent