Lífið

Linda inn­réttaði strætis­vagna við Esju­rætur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vala Matt hitti Lindu Mjöll á dögunum og kíkti á strætóhúsin.
Vala Matt hitti Lindu Mjöll á dögunum og kíkti á strætóhúsin.

Listakonan og leikmyndahönnuðurinn Linda Mjöll Stefánsdóttir hefur innréttað nokkra gamla strætisvagna þannig að nú er hægt að búa í þeim.

Innréttingarnar eru mismunandi eftir vögnum en allir hafa þeir sinn sérstaka karakter eins og Vala Matt fékk að kynnast á dögunum í Íslandi í dag og var innslagið sýnt á Stöð 2 í gærkvöldi.

Undir hlíðum Esjunnar hefur hún svo komið vögnunum fyrir og rekur þar gistiheimili þar sem búið er í vögnunum.

Þarna er hægt að upplifa ævintýralegar nætur allan ársins hring því það er engu líkt að sofa og elda mat í innréttuðum strætisvagni. Og svo er hún byrjuð að byggja svokallað svett þarna á svæðinu.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.