„Þegar þú horfir á fjallið öskra á þig þá gleymir þú því ekkert“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og skrifa 4. október 2021 18:55 Davíð Kristinsson er varaformaður Björgunarsveitarinnar Ísólfs. Vísir/Egill Hættustigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Níu hús hafa verið rýmd og segir björgunarsveitarliði að úrkoman minni fólk óneitanlega á aurskriðurnar sem féllu á bæinn í fyrra. Rýmingar verða áfram í gildi í Kinn og Útkinn vegna skriðuhættu. Hættustigi hefur verði lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Frá því í gær hafa mælst hreyfingar á fleka sem liggur milli skriðusársins sem myndaðist í skriðuföllunum á síðasta ári og Búðarár. Auk þess er spáð úrkomu á svæðinu þegar nær dregur helgi. Níu hús rýmd Þrjú hús við Fossgötu hafa verið rýmd auk sex húsa við Hafnargötu. Húsnæði björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði er eitt þeirra húsa sem rýma þurfti. „Þannig að við erum að taka upp öll okkar tæki og tól og flytja niður á slökkvistöð þannig við séum á öruggu svæði,“ sagði Davíð Kristinsson, varaformaður Björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Atburðir síðasta árs í fersku minni Davíð segir aurskriðurnar á Seyðisfirði frá síðasta ári fólki í fersku minni. „Auðvitað eru fæstir komnir yfir þetta. Ég held að þú komist ekkert yfir þetta strax. Það er óhugur. Þetta er rosalega óþægilegt. En jafnframt er held ég fólk fegið að það sé rýming því þá vitum við að það er verið að fylgjast með. Það er vöktun á þessu og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ Bæta megi upplýsingaflæði Hann segir að bæta megi upplýsingaflæði til íbúa sem margir hverjir hafi orðið skelkaðir þegar bæta fór í úrkomu á svæðinu í gær. „Fólki líður ekkert vel. Um leið og það byrjar að rigna og það kemur rigning þá fer enginn að gleyma þessu. Þegar þú horfir á fjallið öskra á þig þá gleymir þú því ekkert.“ Rýmingu ekki aflétt í Kinn og Útkinn Skriður héldu áfram að falla í Útkinn í Þingeyjarsveit í gærkvöldi og nótt. Aðgerðarstjórn lögreglunnar á Norðurlandi eystra fundaði með Veðurstofunni og Almannavörnum nú rétt fyrir fréttir og var sú ákvörðun tekin um að aflétta ekki rýmingu í Kinn og Útkinn vegna skriðuhættu. Hættustig er í gildi á svæðinu en spáð er töluverðri úrkomu í kvöld Í myndbannginu hér að ofan sést skriðan sem féll í nótt en skriður féllu meðal annars að bænum Björgum en engir bæir hafa orðið fyrir skriðunum að lögreglu vitandi. Gular viðvörun eru í gildi á Norðurlandi eystra vegna úrkomu. Veður Múlaþing Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Hættustigi hefur verði lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum. Frá því í gær hafa mælst hreyfingar á fleka sem liggur milli skriðusársins sem myndaðist í skriðuföllunum á síðasta ári og Búðarár. Auk þess er spáð úrkomu á svæðinu þegar nær dregur helgi. Níu hús rýmd Þrjú hús við Fossgötu hafa verið rýmd auk sex húsa við Hafnargötu. Húsnæði björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði er eitt þeirra húsa sem rýma þurfti. „Þannig að við erum að taka upp öll okkar tæki og tól og flytja niður á slökkvistöð þannig við séum á öruggu svæði,“ sagði Davíð Kristinsson, varaformaður Björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Atburðir síðasta árs í fersku minni Davíð segir aurskriðurnar á Seyðisfirði frá síðasta ári fólki í fersku minni. „Auðvitað eru fæstir komnir yfir þetta. Ég held að þú komist ekkert yfir þetta strax. Það er óhugur. Þetta er rosalega óþægilegt. En jafnframt er held ég fólk fegið að það sé rýming því þá vitum við að það er verið að fylgjast með. Það er vöktun á þessu og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ Bæta megi upplýsingaflæði Hann segir að bæta megi upplýsingaflæði til íbúa sem margir hverjir hafi orðið skelkaðir þegar bæta fór í úrkomu á svæðinu í gær. „Fólki líður ekkert vel. Um leið og það byrjar að rigna og það kemur rigning þá fer enginn að gleyma þessu. Þegar þú horfir á fjallið öskra á þig þá gleymir þú því ekkert.“ Rýmingu ekki aflétt í Kinn og Útkinn Skriður héldu áfram að falla í Útkinn í Þingeyjarsveit í gærkvöldi og nótt. Aðgerðarstjórn lögreglunnar á Norðurlandi eystra fundaði með Veðurstofunni og Almannavörnum nú rétt fyrir fréttir og var sú ákvörðun tekin um að aflétta ekki rýmingu í Kinn og Útkinn vegna skriðuhættu. Hættustig er í gildi á svæðinu en spáð er töluverðri úrkomu í kvöld Í myndbannginu hér að ofan sést skriðan sem féll í nótt en skriður féllu meðal annars að bænum Björgum en engir bæir hafa orðið fyrir skriðunum að lögreglu vitandi. Gular viðvörun eru í gildi á Norðurlandi eystra vegna úrkomu.
Veður Múlaþing Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Rýmingar á Seyðisfirði vegna skriðuhættu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði vegna hættu á skriðuföllum og verða níu hús rýmd. Þá hefur umferð um göngustíg meðfram Búðará verið bönnuð á meðan hættustigið er í gildi. 4. október 2021 17:29