Stjórn KSÍ gangi ósátt frá borði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. október 2021 12:09 Gísli Gíslason, fyrrverandi varaformaður KSÍ. Vísir/Hulda Margrét Fyrrverandi varaformaður KSÍ sagði kröfu um afsögn stjórnar vonbrigði og gengur stjórnin ósátt frá borði. Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag. Vanda er fyrsta konan í sögunni til þess að sinna embætti formanns KSÍ. Gísli Gíslason, fyrrverandi varaformaður KSÍ hélt ræðu fyrir hönd stjórnarinnar. Þar sagði hann að krafa um afsögn hefði verið stjórninni vonbrigði. „Við undirrituð sem höfum setið í stjórn KSÍ og haft til þess skýrt umboð ársþings sambandsins urðum fyrir vonbrigðum með niðurstöðu formanna og þar með félaga innan ÍTF. En þegar svo stór hluti hreyfingarinnar kallar eftir afsögn stjórnarinnar er að sjálfsögðu ekkert annað í stöðunni en að verða við því ákalli og það varð að sjálfsögðu niðurstaða okkar.“ Brenna fyrir fótboltann Þá sagði hann jafnframt að stjórnin gangi ósátt frá borði enda brennur hún fyrir fótboltann. „Við hin sem eftir sitjum í stjórn, varastjórn og sem landshlutafulltrúar göngum ósátt frá borði enda brennum við fyrir fótboltann. En að því sögðu höfum við engu að síðar fullan skilning á þeirri stöðu sem upp er komin, því það eru heildarhagsmunir knattspyrnunnar og KSÍ sem eru ofar öllu öðru.“ „Við öxlum því okkar ábyrgð og stígum auðmjúk til hliðar svo friður geti skapast um starfsemi hreyfingarinnar og hægt verði að byggja upp traust að nýju. Við bendum jafnframt stolt á þau framfaraskref sem stigin hafa verið í knattspyrnunni á síðustu árum og misserum m.a. við að bæta stöðu kvenna í knattspyrnu og jöfnun ferðakostnaðar aðildarfélaga.“ Viðurkenna mistök Stjórnin viðurkennir að hafa ekki brugðist við ábendingum um ofbeldi innan hreyfingarinnar með afgerandi hætti og biðst afsökunar á því. Fráfarandi stjórn skorar á ráðamenn að byggja upp nýjan þjóðarleikvang í knattspyrnu. „Þrátt fyrir að það sé ekki aðalefni þessa aukaþings er engu að síður tilefni til að taka upp þráðinn frá síðasta aukaþingi KSÍ fyrir 65 árum og skora á ráðamenn í þessu landi að byggja upp nýjan og glæsilegan þjóðarleikvang í knattspyrnu sem við getum öll verið stolt af.“ Ekki náðist í Vöndu Sigurgeirsdóttur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu í morgun. KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag. Vanda er fyrsta konan í sögunni til þess að sinna embætti formanns KSÍ. Gísli Gíslason, fyrrverandi varaformaður KSÍ hélt ræðu fyrir hönd stjórnarinnar. Þar sagði hann að krafa um afsögn hefði verið stjórninni vonbrigði. „Við undirrituð sem höfum setið í stjórn KSÍ og haft til þess skýrt umboð ársþings sambandsins urðum fyrir vonbrigðum með niðurstöðu formanna og þar með félaga innan ÍTF. En þegar svo stór hluti hreyfingarinnar kallar eftir afsögn stjórnarinnar er að sjálfsögðu ekkert annað í stöðunni en að verða við því ákalli og það varð að sjálfsögðu niðurstaða okkar.“ Brenna fyrir fótboltann Þá sagði hann jafnframt að stjórnin gangi ósátt frá borði enda brennur hún fyrir fótboltann. „Við hin sem eftir sitjum í stjórn, varastjórn og sem landshlutafulltrúar göngum ósátt frá borði enda brennum við fyrir fótboltann. En að því sögðu höfum við engu að síðar fullan skilning á þeirri stöðu sem upp er komin, því það eru heildarhagsmunir knattspyrnunnar og KSÍ sem eru ofar öllu öðru.“ „Við öxlum því okkar ábyrgð og stígum auðmjúk til hliðar svo friður geti skapast um starfsemi hreyfingarinnar og hægt verði að byggja upp traust að nýju. Við bendum jafnframt stolt á þau framfaraskref sem stigin hafa verið í knattspyrnunni á síðustu árum og misserum m.a. við að bæta stöðu kvenna í knattspyrnu og jöfnun ferðakostnaðar aðildarfélaga.“ Viðurkenna mistök Stjórnin viðurkennir að hafa ekki brugðist við ábendingum um ofbeldi innan hreyfingarinnar með afgerandi hætti og biðst afsökunar á því. Fráfarandi stjórn skorar á ráðamenn að byggja upp nýjan þjóðarleikvang í knattspyrnu. „Þrátt fyrir að það sé ekki aðalefni þessa aukaþings er engu að síður tilefni til að taka upp þráðinn frá síðasta aukaþingi KSÍ fyrir 65 árum og skora á ráðamenn í þessu landi að byggja upp nýjan og glæsilegan þjóðarleikvang í knattspyrnu sem við getum öll verið stolt af.“ Ekki náðist í Vöndu Sigurgeirsdóttur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu í morgun.
KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira