Innlent

Vekja at­hygli á risa­æfingu á höfuð­borgar­svæðinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Stór dagur hjá björgunarsveitum í dag.
Stór dagur hjá björgunarsveitum í dag. Landsbjörg

Höfuðborgarbúar ættu ekki að láta sér bregða ef þeir verða varir við umfangsmiklar aðgerðir björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu í dag. Landsæfing björgunarsveita verður haldin í dag.

Landsæfingin fer fram á höfuðborgarsvæðinu á milli klukkan 9 og 17 í dag. Björgunarsveitir af öllu landinu koma saman og æfa fjölbreytt verkefni, bæði á landi og á sjó, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg.

Björgunarsveitafólk af öllu landinu kemur saman og æfir fjölbreytt verkefni bæði á landi og á sjó. Meðal verkefna eru björgun í fjallendi, leit að týndum fólki, fyrsta hjálp, sporrakning, sjóbjörgun og köfun.

Um tvö hundruð manns koma að æfingunni.Landsbjörg

Æfinginn er unnin í samstarfi við aðra viðbragðsaðila og verður meðal annars æft með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Um tvö hundruð manns koma að æfingunni sem er skipulögð af félögum á Suðvesturhorninu.

Unglingar úr unglingastafi félagsins og félagar í slysavarnadeildum leika lykilhlutverk í æfingunni, en þeir leika sjúklinga og sjá til þess að allir séu vel nærðir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×