Lífið

Scar­lett Johans­son og Dis­n­ey ná sáttum

Atli Ísleifsson skrifar
Scarlett Johansson hefur birt í hlutverki Svörtu ekkjunnar í alls níu Marvel-myndum.
Scarlett Johansson hefur birt í hlutverki Svörtu ekkjunnar í alls níu Marvel-myndum. Getty

Afþreyingarrisinn Disney og bandaríska leikkonan Scarlett Johansson hafa náð sáttum í deilu sem sneri að dreifingu á Marvel-ofurhetjumyndinni Svörtu ekkjunni (e. Black Widow).

Johansson stefndi Disney fyrir tveimur mánuðum og sakaði fyrirtækið um samningsbrot þegar ákveðið var að dreifa myndinni á streymisþjónustu sinni, Disney+, á meðan myndin væri enn í sýningu í kvikmyndahúsum. Vildi Johansson meina að hún yrði af miklum tekjum vegna ákvörðunar Disney.

BBC segir frá því að smáatriði samkomulags Johanssons og Disney hafi ekki verið gerð opinber. Þó segir að samkomulag hafi náðst milli aðila og sé haft eftir Alan Bergman, forstjóra hjá Disney Studios, að Disney kunni að meta framlag leikkonunnar til framleiðslu Marvel-myndanna og að félagið hlakki til áframhaldandi samstarf.

Johansson segist ennfremur ánægð með að sátt hafi náðst og að hún hlakki til þeirra verkefna sem framundan eru innan Disney.

Johansson fór með aðalhlutverk í myndinni Svörtu ekkjunni sem hinn rússnesku leigumorðingi sem varð ofurhetja. Johansson hefur birst sem Svarta ekkjan í alls níu Marvel-kvikmyndum.


Tengdar fréttir

Svarta ekkjan í hart við Disney

Leikkonan Scarlett Johansson hefur höfðað mál gegn Disney vegna dreifingar kvikmyndarinnar um Svörtu ekkjuna. Hún segir ákvörðun Disney að hafa birt myndina einnig á streymisveitunni Disney+ vera brot á samningi hennar við Marvel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×