Stærsta gjöf sem Reykjavíkurborg hefur þegið Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2021 22:31 Una Dóra og Dagur voru glöð í bragði eftir undirritun samninga sem hefur tekið mörg ár að undirbúa. Stöð 2/Arnar Dóttir listakonunnar Nínu Tryggvadóttur hefur ánafnað Reykjavíkurborg á annað þúsund listaverk eftir móður sína og allar eigur sínar eftir hennar dag. Verkin verða sett upp í fyrsta listasafni Reykjavíkur sem kennt verður við íslenska listakonu. Það hefur tekið nokkur ár að ganga frá gjöf Unu Dóru Copley til Reykjavíkurborgar. Það voru því fagnaðarfundir þegar hún mætti í Höfða í dag til að staðfesta gjörninginn með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þar sem þau föðmuðust og kysstust. „Það er svo gott að sjá þig. Þetta er stór dagur,“ sagði Una Dóra sem hefur ekki alveg gleymt íslenskunni eftir ævilanga dvöl í Bandaríkjunum. Una Dóra var einkabarn móður sinnar og hefur lengst af búið í New York í Bandaríkjunum en ávallt haldið við tengslum sínum við Ísland.Stöð 2/Arnar Dagur segir fulltrúa allra flokka í borgarstjórn hafa verið einhuga í því að sjá til þess að vel verði búið að safni Nínu. Una Dóra segir mjög mikilvægt að safn móður hennar verði varðveitt í Reykjavík. „Hún var gegnheill Íslendingur. Ísland bjó í hjarta hennar og sál sama hvar hún bjó," sagði Una Dóra einlæg. Dagur segir stefnt að því að lokinni hugmyndavinnu og samkeppni að útfærsla safnsins liggi fyrir á hundrað og tíu ára afmælisdegi Nínu hinn 16. mars 2023. „Ég fullyrði að þetta er ein stærsta gjöf sem borgin hefur nokkurn tíma þegið. Það eru í raun verk Kjarvals og Errós sem koma til samanburðar,“ segir borgarstjóri. Þegar Hafnarhúsið hafi allt verið lagt undir myndlist, með Listaháskóla Íslands í Tollhúsinu við hliðina og endurnýjað Grófar hús á hina höndina verði til mögnuð menningartorfa í Kvosinni. Nína fæddist hinn 16. mars 1913 á Seyðisfirði og naut á sínum yngri árum tilsagnar Ásgríms Jónssonar í teikningum. Hún hóf listnám í skóla Finns Jónssonar og Jóhanns Briem en hélt síðan til náms við Det Kongelige Akademi for de Skønne Kunster í Kaupmannahöfn og bjó síðar í París, London og lengst af í New York. Una Dóra segir móður sína hafa selt mikið af verkum sínum þar til hún lést aðeins 55 ára. Hún skilur þó eftir sig á annað þúsund verka. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir gjöf Unu Dóru Copley vera þá stærstu sem Reykjavíkurborg hafi hlotnast. Aðeins sé hægt að bera þær saman við safn Kjarvals og Errós.Stöð 2/Arnar „Mörg verka hennar eru í einkasöfnum víða á Íslandi og úti um allan heim. Og nú tel ég mikilvægt að listaverk hennar verði á safni svo allir geti notið þeirra. Fólk þarf ekki að eiga þau, heimurinn á hana og sérstaklega á Reykjavík hana," segir Una Dóra. „En þessari gjöf fylgja líka fasteignir í New York fyrir á annan milljarð króna. Sem og íbúðir hér í Reykjavík sem eiga að vera aðsetur listamanna til framtíðar. Þannig að þetta er gríðarlega rausnarleg og metnaðarfull gjöf sem við tökum við af miklu þakklæti og auðmýkt,“ sagði Dagur. Safninu verður komið fyrir í austurenda Hafnarhússins sem borgin keypti af Faxaflóahöfnum í dag. Þar með verður það hús allt helgað myndlist. „Ég held að hún hafi verið staðráðin í að gera listaverk sem létu fólki líða vel," segir Una Dóra. Safnið verði staður þar sem allir geti notið verka Nínu Tryggvadóttur og látið hugann reika. Reykjavík Myndlist Menning Söfn Tengdar fréttir Gefur Reykvíkingum meira en þúsund listaverk eftir móður sína Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Una Dóra Copley, dóttir Nínu Tryggvadóttur listakonu, undirrituðu í dag samning um stofnun Listasafns Nínu Tryggvadóttur. Safnið verður fyrsta myndlistasafn Reykjavíkurborgar sem kennt verður við og tileinkað íslenskri listakonu. 30. september 2021 17:16 Verk Nínu Tryggvadóttur eru hluti af þjóðararfinum Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur segir gjöf dóttur Nínu Tryggvadóttur á fimmtán hundruð verkum listakonunnar mjög mikilvæga þar sem ekki sé til mikið af sérsöfnum af verkum íslenskra listakvenna. 18. maí 2018 20:15 Borgarráð samþykkir að stofna safn um verk Nínu Tryggvadóttur Þá hafa dóttir Nínu og eiginmaður hennar að auki ákveðið að arfleiða safn Nínu að öllum eigum sínum þegar þar að kemur en þær eru metnar á um tvo milljarða króna. 17. maí 2018 19:02 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Það hefur tekið nokkur ár að ganga frá gjöf Unu Dóru Copley til Reykjavíkurborgar. Það voru því fagnaðarfundir þegar hún mætti í Höfða í dag til að staðfesta gjörninginn með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra þar sem þau föðmuðust og kysstust. „Það er svo gott að sjá þig. Þetta er stór dagur,“ sagði Una Dóra sem hefur ekki alveg gleymt íslenskunni eftir ævilanga dvöl í Bandaríkjunum. Una Dóra var einkabarn móður sinnar og hefur lengst af búið í New York í Bandaríkjunum en ávallt haldið við tengslum sínum við Ísland.Stöð 2/Arnar Dagur segir fulltrúa allra flokka í borgarstjórn hafa verið einhuga í því að sjá til þess að vel verði búið að safni Nínu. Una Dóra segir mjög mikilvægt að safn móður hennar verði varðveitt í Reykjavík. „Hún var gegnheill Íslendingur. Ísland bjó í hjarta hennar og sál sama hvar hún bjó," sagði Una Dóra einlæg. Dagur segir stefnt að því að lokinni hugmyndavinnu og samkeppni að útfærsla safnsins liggi fyrir á hundrað og tíu ára afmælisdegi Nínu hinn 16. mars 2023. „Ég fullyrði að þetta er ein stærsta gjöf sem borgin hefur nokkurn tíma þegið. Það eru í raun verk Kjarvals og Errós sem koma til samanburðar,“ segir borgarstjóri. Þegar Hafnarhúsið hafi allt verið lagt undir myndlist, með Listaháskóla Íslands í Tollhúsinu við hliðina og endurnýjað Grófar hús á hina höndina verði til mögnuð menningartorfa í Kvosinni. Nína fæddist hinn 16. mars 1913 á Seyðisfirði og naut á sínum yngri árum tilsagnar Ásgríms Jónssonar í teikningum. Hún hóf listnám í skóla Finns Jónssonar og Jóhanns Briem en hélt síðan til náms við Det Kongelige Akademi for de Skønne Kunster í Kaupmannahöfn og bjó síðar í París, London og lengst af í New York. Una Dóra segir móður sína hafa selt mikið af verkum sínum þar til hún lést aðeins 55 ára. Hún skilur þó eftir sig á annað þúsund verka. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir gjöf Unu Dóru Copley vera þá stærstu sem Reykjavíkurborg hafi hlotnast. Aðeins sé hægt að bera þær saman við safn Kjarvals og Errós.Stöð 2/Arnar „Mörg verka hennar eru í einkasöfnum víða á Íslandi og úti um allan heim. Og nú tel ég mikilvægt að listaverk hennar verði á safni svo allir geti notið þeirra. Fólk þarf ekki að eiga þau, heimurinn á hana og sérstaklega á Reykjavík hana," segir Una Dóra. „En þessari gjöf fylgja líka fasteignir í New York fyrir á annan milljarð króna. Sem og íbúðir hér í Reykjavík sem eiga að vera aðsetur listamanna til framtíðar. Þannig að þetta er gríðarlega rausnarleg og metnaðarfull gjöf sem við tökum við af miklu þakklæti og auðmýkt,“ sagði Dagur. Safninu verður komið fyrir í austurenda Hafnarhússins sem borgin keypti af Faxaflóahöfnum í dag. Þar með verður það hús allt helgað myndlist. „Ég held að hún hafi verið staðráðin í að gera listaverk sem létu fólki líða vel," segir Una Dóra. Safnið verði staður þar sem allir geti notið verka Nínu Tryggvadóttur og látið hugann reika.
Reykjavík Myndlist Menning Söfn Tengdar fréttir Gefur Reykvíkingum meira en þúsund listaverk eftir móður sína Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Una Dóra Copley, dóttir Nínu Tryggvadóttur listakonu, undirrituðu í dag samning um stofnun Listasafns Nínu Tryggvadóttur. Safnið verður fyrsta myndlistasafn Reykjavíkurborgar sem kennt verður við og tileinkað íslenskri listakonu. 30. september 2021 17:16 Verk Nínu Tryggvadóttur eru hluti af þjóðararfinum Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur segir gjöf dóttur Nínu Tryggvadóttur á fimmtán hundruð verkum listakonunnar mjög mikilvæga þar sem ekki sé til mikið af sérsöfnum af verkum íslenskra listakvenna. 18. maí 2018 20:15 Borgarráð samþykkir að stofna safn um verk Nínu Tryggvadóttur Þá hafa dóttir Nínu og eiginmaður hennar að auki ákveðið að arfleiða safn Nínu að öllum eigum sínum þegar þar að kemur en þær eru metnar á um tvo milljarða króna. 17. maí 2018 19:02 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
Gefur Reykvíkingum meira en þúsund listaverk eftir móður sína Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Una Dóra Copley, dóttir Nínu Tryggvadóttur listakonu, undirrituðu í dag samning um stofnun Listasafns Nínu Tryggvadóttur. Safnið verður fyrsta myndlistasafn Reykjavíkurborgar sem kennt verður við og tileinkað íslenskri listakonu. 30. september 2021 17:16
Verk Nínu Tryggvadóttur eru hluti af þjóðararfinum Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur segir gjöf dóttur Nínu Tryggvadóttur á fimmtán hundruð verkum listakonunnar mjög mikilvæga þar sem ekki sé til mikið af sérsöfnum af verkum íslenskra listakvenna. 18. maí 2018 20:15
Borgarráð samþykkir að stofna safn um verk Nínu Tryggvadóttur Þá hafa dóttir Nínu og eiginmaður hennar að auki ákveðið að arfleiða safn Nínu að öllum eigum sínum þegar þar að kemur en þær eru metnar á um tvo milljarða króna. 17. maí 2018 19:02