Var hrokafull og hélt að hún myndi aldrei skilja Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. september 2021 11:30 Eva María segir að námskeið í London hafi bjargað sambandinu við fyrrverandi eiginmanninn. Snæbjörn talar við fólk „Þegar maður gengur í gegnum skilnað þá er augljóst að maður hefur vanrækt eitthvað á þeirri vegferð,“ segir Eva María Jónsdóttir. Þegar hún var gift segist Eva María hafa verið mjög hrokafull; hún væri nú orðin gift kona, þriggja barna móðir, hennar fley væri í höfn og hún myndi aldrei skilja. „Þetta er bara komið.“ Í viðtali í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk, segir Eva það því hafa verið mjög mikinn skóla, sem lækkaði í henni rostann, að hafa þurft að ganga í gegnum skilnað. Sú lífsreynsla hvatti hana einnig til að líta í eigin barm, því hún upplifði sem hún hefði vanrækt eitthvað í sínu sambandi sem hefði átt hluti í þessum skilnaði. Sjálf hafi hún haft of mikinn áhuga á vinnunni og öðru fólki og of lítinn áhuga á innviðum fjölskyldunnar og heimilisins. Brot úr þættinum má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Eva María Jónsdóttir Aðalatriðið að segja satt „Þegar maður horfir til baka var þetta mikil blessun fyrir okkur bæði, mig og eiginmanninn fyrrverandi að skilja. Vegna þess að við gátum orðið betri vinir, verið heiðarlegri við hvort annað og talað opinskátt um okkar sameiginlegu verkefni sem voru að ala upp börnin. Ég hélt að við höfum bæði orðið skárri við þetta.“ Þau fyrrverandi hjónin mættu síðan bæði á námskeið til að reyna að ganga úr skugga um að þau myndu ekki glata sínu sambandi sem foreldrar sem þurfa að vinna saman. Hún hafi lært að koma hreint fram, segja ekki það sem hún hélt að aðrir vildu heyra heldur að mæta ávallt til í samtalið og með heiðarleikann í forgrunni. „Þetta kennir manni að sjá aðalatriðin og hætta að festa sig í aukaatriðum. Aðalatriðið er að segja satt og segja hlutina eins og þeir eru og hætta að reyna að láta hlutina hljóma betur, hætta með hvíta lygi, hætta að hagræða sannleikanum. Segja bara allt bein út og viðurkenna og taka svo næsta skref með hreint borð.“ Mögulegt að bjarga sambandinu Eva segir að hún hafi á þessum tímapunkti ekki viljað skilja. Svo var sagt við hana á námskeiðinu: „Þú getur ennþá bjargað sambandinu þó þú getir ekki bjargað hjónabandinu,“ og sat þessi setning í henni. „Þá tók ég ákvörðun að bjarga sambandinu, hjónabandið var ónýtt.“ Þau unnu vel í sínum samskiptum og fóru bæði á þetta námskeið og auk þess til prests, hjónabandsráðgjafa og skilnaðarráðgjafa. „Öll þessi aðstoð gerði það að verkum að þetta var hægt,“ útskýrir Eva. „Hver vill skilja í illindum og leiðindum og láta börnin sín þjást?“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er mikið spjallað um alls konar hugræn málefni, endurholdgun, sjálfsbetrun og áskoranir lífsins. Snæbjörn talar við fólk Ástin og lífið Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Sjá meira
Þegar hún var gift segist Eva María hafa verið mjög hrokafull; hún væri nú orðin gift kona, þriggja barna móðir, hennar fley væri í höfn og hún myndi aldrei skilja. „Þetta er bara komið.“ Í viðtali í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk, segir Eva það því hafa verið mjög mikinn skóla, sem lækkaði í henni rostann, að hafa þurft að ganga í gegnum skilnað. Sú lífsreynsla hvatti hana einnig til að líta í eigin barm, því hún upplifði sem hún hefði vanrækt eitthvað í sínu sambandi sem hefði átt hluti í þessum skilnaði. Sjálf hafi hún haft of mikinn áhuga á vinnunni og öðru fólki og of lítinn áhuga á innviðum fjölskyldunnar og heimilisins. Brot úr þættinum má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Eva María Jónsdóttir Aðalatriðið að segja satt „Þegar maður horfir til baka var þetta mikil blessun fyrir okkur bæði, mig og eiginmanninn fyrrverandi að skilja. Vegna þess að við gátum orðið betri vinir, verið heiðarlegri við hvort annað og talað opinskátt um okkar sameiginlegu verkefni sem voru að ala upp börnin. Ég hélt að við höfum bæði orðið skárri við þetta.“ Þau fyrrverandi hjónin mættu síðan bæði á námskeið til að reyna að ganga úr skugga um að þau myndu ekki glata sínu sambandi sem foreldrar sem þurfa að vinna saman. Hún hafi lært að koma hreint fram, segja ekki það sem hún hélt að aðrir vildu heyra heldur að mæta ávallt til í samtalið og með heiðarleikann í forgrunni. „Þetta kennir manni að sjá aðalatriðin og hætta að festa sig í aukaatriðum. Aðalatriðið er að segja satt og segja hlutina eins og þeir eru og hætta að reyna að láta hlutina hljóma betur, hætta með hvíta lygi, hætta að hagræða sannleikanum. Segja bara allt bein út og viðurkenna og taka svo næsta skref með hreint borð.“ Mögulegt að bjarga sambandinu Eva segir að hún hafi á þessum tímapunkti ekki viljað skilja. Svo var sagt við hana á námskeiðinu: „Þú getur ennþá bjargað sambandinu þó þú getir ekki bjargað hjónabandinu,“ og sat þessi setning í henni. „Þá tók ég ákvörðun að bjarga sambandinu, hjónabandið var ónýtt.“ Þau unnu vel í sínum samskiptum og fóru bæði á þetta námskeið og auk þess til prests, hjónabandsráðgjafa og skilnaðarráðgjafa. „Öll þessi aðstoð gerði það að verkum að þetta var hægt,“ útskýrir Eva. „Hver vill skilja í illindum og leiðindum og láta börnin sín þjást?“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er mikið spjallað um alls konar hugræn málefni, endurholdgun, sjálfsbetrun og áskoranir lífsins.
Snæbjörn talar við fólk Ástin og lífið Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fleiri fréttir Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Sjá meira