Framkvæmdastjóri hótelsins búinn að skoða upptökurnar og sér ekkert athugavert Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. september 2021 12:31 Upptökur öryggismyndavéla á Hótel Borgarnesi ættu að geta eytt vafa um hvort átt hafi verið við kjörgögnin. vísir/arnar Hótel Borgarnes hefur afhent lögreglu upptökur úr öryggismyndavélum sínum frá því um helgina þegar talning á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi fór fram. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri hótelsins, sem segist sjálfur hafa horft á hluta þeirra. Hann vill þó ekki segja hvort það sjáist á myndavélunum að einhver fari inn í salinn þar sem óinnsigluð atkvæðin voru geymd en Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, hefur borið það fyrir sig að með því að læsa salnum hafi öryggi atkvæðanna verið tryggt. Ljóst er þó að starfsmenn hótelsins hafi haft aðgang að lyklum salarins og sagði Ingi í samtali við Vísi í gær að það gæti vel verið að einhver þeirra hefði farið inn í salinn milli talninganna á meðan yfirkjörstjórnin lagði sig. Lögregla vill ekkert segja Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, hefur kært frágang Ingva á atkvæðunum til lögreglu. Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóri á Vesturlandi, staðfestir við fréttastofu að málið sé í rannsókn. Það sé í forgangi hjá lögreglunni. Hann vill þó ekkert segja meira um málið, hvorki hvort lögregla sé með upptökur úr myndavélum í salnum til skoðunar eða hvort grunur leiki á því að átt hafi verið við atkvæðin. Útilokar ekki að einhver hafi farið inn í salinn Steinn Agnar Pétursson, framkvæmdastjóri Hótels Borgarness, segir þó í samtali við fréttastofu að hann hafi séð hluta upptakanna. Aðspurður segir hann að lögregla hafi fengið þær afhentar og að enginn annar hafi fengið aðgang að þeim. „Það eru auðvitað engar myndavélar inni í talningasalnum sjálfum. En það eru myndavélar í forsalnum sem myndu alltaf sýna það ef einhver færi inn í talningasalinn,“ segir Steinn. Og sést einhver fara inn í salinn á myndavélunum? „Ég vil ekki svara því á meðan þetta er í rannsókn hjá lögreglu. Þetta er bara í rannsókn hjá þeim en hvað mig snertir að þá er það mín bjargfasta trú að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað með þessi gögn,“ segir hann. Hann telur að margir hafi gert of mikið úr málinu. „Í mínum huga er það af og frá að eitthvað svindl hafi átt sér stað,“ segir hann. En þó enginn hafi átt við gögnin útilokar það ekki að kosningalög hafi verið brotin eins og Karl Gauti vill meina og lögregla hefur nú til rannsóknar. Í þeim segir skýrt að yfirkjörstjórn skuli setja alla notaða kjörseðla undir innsigli að talningu lokinni og að þeir skuli geymdir þar til Alþingi hafi úrskurðað um gildi kosninganna. Alþingiskosningar 2021 Borgarbyggð Lögreglumál Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Hann vill þó ekki segja hvort það sjáist á myndavélunum að einhver fari inn í salinn þar sem óinnsigluð atkvæðin voru geymd en Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, hefur borið það fyrir sig að með því að læsa salnum hafi öryggi atkvæðanna verið tryggt. Ljóst er þó að starfsmenn hótelsins hafi haft aðgang að lyklum salarins og sagði Ingi í samtali við Vísi í gær að það gæti vel verið að einhver þeirra hefði farið inn í salinn milli talninganna á meðan yfirkjörstjórnin lagði sig. Lögregla vill ekkert segja Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, hefur kært frágang Ingva á atkvæðunum til lögreglu. Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóri á Vesturlandi, staðfestir við fréttastofu að málið sé í rannsókn. Það sé í forgangi hjá lögreglunni. Hann vill þó ekkert segja meira um málið, hvorki hvort lögregla sé með upptökur úr myndavélum í salnum til skoðunar eða hvort grunur leiki á því að átt hafi verið við atkvæðin. Útilokar ekki að einhver hafi farið inn í salinn Steinn Agnar Pétursson, framkvæmdastjóri Hótels Borgarness, segir þó í samtali við fréttastofu að hann hafi séð hluta upptakanna. Aðspurður segir hann að lögregla hafi fengið þær afhentar og að enginn annar hafi fengið aðgang að þeim. „Það eru auðvitað engar myndavélar inni í talningasalnum sjálfum. En það eru myndavélar í forsalnum sem myndu alltaf sýna það ef einhver færi inn í talningasalinn,“ segir Steinn. Og sést einhver fara inn í salinn á myndavélunum? „Ég vil ekki svara því á meðan þetta er í rannsókn hjá lögreglu. Þetta er bara í rannsókn hjá þeim en hvað mig snertir að þá er það mín bjargfasta trú að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað með þessi gögn,“ segir hann. Hann telur að margir hafi gert of mikið úr málinu. „Í mínum huga er það af og frá að eitthvað svindl hafi átt sér stað,“ segir hann. En þó enginn hafi átt við gögnin útilokar það ekki að kosningalög hafi verið brotin eins og Karl Gauti vill meina og lögregla hefur nú til rannsóknar. Í þeim segir skýrt að yfirkjörstjórn skuli setja alla notaða kjörseðla undir innsigli að talningu lokinni og að þeir skuli geymdir þar til Alþingi hafi úrskurðað um gildi kosninganna.
Alþingiskosningar 2021 Borgarbyggð Lögreglumál Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira