Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á dagskrá klukkan 18:30.

Björgunarsveitir og lögregla hafa haft í nógu að snúast í bandvitlausu veðri sem hefur gengið yfir landið í dag. Hópferðabílar hafa fokið út af vegum, rafmagnslínur slegið út og krapastíflur myndast.

Sýnt verður frá óveðrinu í kvöldfréttum Stöðvar. Við verðum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu og ræðum um verkefni viðbragðsaðila.

Annmarkar á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi eru enn að koma fram að mati frambjóðanda sem undirbýr kæru til Alþingis. Hann segir pólitíska hagsmuni ekki mega koma í veg fyrir sanngjarna meðferð. Landskjörstjórn fundar nú um framkvæmd kosninganna. Við verðum þar í beinni útsendingu við fundinn og grípum nefndarmenn um leið og hann klárast.

Formaður Sjálfstæðisflokksins telur líklegt að stokkað verði upp í ráðuneytum milli flokka ef stjórnarflokkunum tekst að ná saman um nýjan stjórnarsáttmála. Formenn flokkanna gefa sér fram yfir helgi til að kanna grundvöll áframhaldandi samstarfs og ræða ekki við aðra á meðan.

Einnig segjum við frá tugmilljóna króna mislukkaðri framkvæmd í Beiðholti, viðbrögðum Maskín við gagnrýni á kannanir í aðdraganda kosninga og nýjung við matarinnkaup.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×