Leikskólapláss fyrir 340 börn í fjórum nýjum leikskólum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2021 16:09 Svona á Ævintýraborgin við Eggertsgötu og útisvæðið að líta út. Reykjavíkurborg Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að setja á fót nýja leikskóla við Eggertsgötu, Nauthólsveg, Barónsstíg og í Vogabyggð. Leikskólarnir verða svokallaðar Ævintýraborgir í færanlegu húsnæði. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Ævintýraborgirnar svokölluðu hæfi vel nútíma leikskólastarfi og kröfum um góðan aðbúnað barna og starfsfólks. Borgarráð hefur áður samþykkt að setja á fót færanleg húsnæði á fyrrnefndum fjórum stöðum í borginni fyrir Ævintýraborgir og kemur samþykkt skóla- og frístundaráðs í framhaldi af þeim ákvörðunum borgarráðs. Þessir fjórir leikskólar munu geta tekið á móti um 340 börnum og er stefnt að því að þeir opni á tímabilinu nóvember 2021 til mars 2022. Markmiðið að börnin komist inn eftir tólf mánaða orlof Opnun nýrra leikskóla er liður í aðgerðaráætluninni Brúum bilið sem hefur að markmiði að fjölga leikskólarýmum í Reykjavík svo bjóða megi börnum leikskólapláss þegar 12 mánaða fæðingarorlofi sleppir. Aðgerðaáætlunin var samþykkt í borgarstjórn fyrir tæpum tveimur árum og felur í sér byggingu nýrra leikskóla, viðbyggingar við starfandi leikskóla og viðbótardeildir í færanlegu húsnæði. Þá er fjölgað rýmum í sjálfstætt reknum leikskólum. Fleiri leikskólapláss en áætlað í upphafi Alls var gert ráð fyrir því í aðgerðaráætluninni „Brúum bilið“ að leikskólarýmum yrði fjölgað um 700-750 fyrir lok árs 2023. Í tilkynningu frá borginni segir að nú liggi fyrir að leikskólarýmum muni fjölga mun meira, meðal annars til að mæta fólksfjölgun í borginni og vaxandi þörf ungbarnafjölskyldna fyrir leikskóla frá lokum fæðingarorlofs. Áætlaður opnunartími nýrra ævintýraborga Stefnt er að opnun í nóvember 2021 í ævintýraborg við Eggertsgötu með rými fyrir a.m.k. 80 börn á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Stefnt er að opnun í desember 2021 í ævintýraborg við Nauthólsveg með rými fyrir um 100 börn á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Stefnt er að opnun í febrúar 2022 í ævintýraborg á lóð Vörðuskóla við Barónsstíg 34 með rými fyrir um 60 börn á aldrinum 12 mánaða til 3 ára. Stefnt er að opnun í mars 2022 í ævintýraborgar við Vogabyggð 5 með rými fyrir um 100 börn á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Opnað hefur verið fyrir umsóknir foreldra fyrir börn sín inn í alla þessa nýju leikskóla. Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Ævintýraborgirnar svokölluðu hæfi vel nútíma leikskólastarfi og kröfum um góðan aðbúnað barna og starfsfólks. Borgarráð hefur áður samþykkt að setja á fót færanleg húsnæði á fyrrnefndum fjórum stöðum í borginni fyrir Ævintýraborgir og kemur samþykkt skóla- og frístundaráðs í framhaldi af þeim ákvörðunum borgarráðs. Þessir fjórir leikskólar munu geta tekið á móti um 340 börnum og er stefnt að því að þeir opni á tímabilinu nóvember 2021 til mars 2022. Markmiðið að börnin komist inn eftir tólf mánaða orlof Opnun nýrra leikskóla er liður í aðgerðaráætluninni Brúum bilið sem hefur að markmiði að fjölga leikskólarýmum í Reykjavík svo bjóða megi börnum leikskólapláss þegar 12 mánaða fæðingarorlofi sleppir. Aðgerðaáætlunin var samþykkt í borgarstjórn fyrir tæpum tveimur árum og felur í sér byggingu nýrra leikskóla, viðbyggingar við starfandi leikskóla og viðbótardeildir í færanlegu húsnæði. Þá er fjölgað rýmum í sjálfstætt reknum leikskólum. Fleiri leikskólapláss en áætlað í upphafi Alls var gert ráð fyrir því í aðgerðaráætluninni „Brúum bilið“ að leikskólarýmum yrði fjölgað um 700-750 fyrir lok árs 2023. Í tilkynningu frá borginni segir að nú liggi fyrir að leikskólarýmum muni fjölga mun meira, meðal annars til að mæta fólksfjölgun í borginni og vaxandi þörf ungbarnafjölskyldna fyrir leikskóla frá lokum fæðingarorlofs. Áætlaður opnunartími nýrra ævintýraborga Stefnt er að opnun í nóvember 2021 í ævintýraborg við Eggertsgötu með rými fyrir a.m.k. 80 börn á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Stefnt er að opnun í desember 2021 í ævintýraborg við Nauthólsveg með rými fyrir um 100 börn á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Stefnt er að opnun í febrúar 2022 í ævintýraborg á lóð Vörðuskóla við Barónsstíg 34 með rými fyrir um 60 börn á aldrinum 12 mánaða til 3 ára. Stefnt er að opnun í mars 2022 í ævintýraborgar við Vogabyggð 5 með rými fyrir um 100 börn á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Opnað hefur verið fyrir umsóknir foreldra fyrir börn sín inn í alla þessa nýju leikskóla.
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira