Telur hægt að gera góða hluti fyrir landið með VG og Framsókn Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2021 14:25 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætir til fundar með formönnum ríkisstjórnarflokkanna í Ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist telja að hægt sé að gera mjög góða hluti fyrir landið með Vinstri grænum og Framsóknarflokki. Nýtt kjörtímabili sé þó nýtt upphaf og breytingar gætu vel orðið á ríkisstjórn þeirra. Ríkisstjórnin hélt meirihluta sínum og jók við hann í Alþingiskosningunum sem fóru fram á laugardag. Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hittust á fundi í annað skiptið í dag í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan hálf tvö í dag. Áður en Bjarni fór inn á fundinn sagði hann Heimi Má Péturssyni, fréttamanni Stöðvar 2, að viðræður flokkanna þriggja gætu tekið þessa viku. Þær væru nú að taka „breiðu strokurnar“ og bera saman bækur sínar eftir kosningarnar. „Við vitum öll að það voru ýmis mál sem kannski reyndi á í samstarfinu sem við þurfum aðeins að ræða. Það gagnast engum að klessa bara aftur á vegg með slík mál,“ sagði Bjarni sem sagðist bjartsýnn á horfurnar á áframhaldandi samstarf flokkanna. Ef þokkaleg sátt verður á milli þeirra um stóru sýnina fyrir næstu fjögur ár gæti útfærsla á áframhaldandi samstarfi tekið við í næstu viku. „Ef ég héldi það þá væri ég ekki að fara upp tröppurnar á þennan fund. Ég held að það sé hægt að vinna með þessum flokkum og gera mjög góða hluti fyrir landið. Ég trúi því,“ sagði Bjarni þegar hann var spurður að því hvort að hann teldi að eitthvað mál gæti gert flokkunum mjög erfitt eða ómögulegt að ná samkomulagi. Vill vera hreinn og beinn Nái flokkarnir aftur saman er ekki útilokað að breytingar verði gerðar og stokkað upp í skiptingu ráðuneyta. „Mér finnst allt uppi á borðum. Við erum búin að klára kjörtímabilið. Núna hefst nýtt og þetta er nýtt upphaf þannig að það getur vel verið að það verði breytingar.“ Fleiri ríkisstjórnarmynstur eru möguleg eftir kosningarnar en Bjarni neitaði því að hann hefði heyrt í fulltrúum annarra flokka um samstarf. „Ég held að maður þurfi að vera með hausinn á einum stað í einu. Það væri engin alvara í þessu samtali ef maður væri að hugsa þannig á sama tíma. Ég vil bara vera hreinn og beinn í þessu. Þetta er það sem við erum að skoða núna. Ef það gengur ekki myndi maður velta slíku fyrir sér en það er ekki inni í myndinni núna,“ sagði Bjarni áður en hann skundaði inn á fundinn. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Ríkisstjórnin hélt meirihluta sínum og jók við hann í Alþingiskosningunum sem fóru fram á laugardag. Bjarni, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hittust á fundi í annað skiptið í dag í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan hálf tvö í dag. Áður en Bjarni fór inn á fundinn sagði hann Heimi Má Péturssyni, fréttamanni Stöðvar 2, að viðræður flokkanna þriggja gætu tekið þessa viku. Þær væru nú að taka „breiðu strokurnar“ og bera saman bækur sínar eftir kosningarnar. „Við vitum öll að það voru ýmis mál sem kannski reyndi á í samstarfinu sem við þurfum aðeins að ræða. Það gagnast engum að klessa bara aftur á vegg með slík mál,“ sagði Bjarni sem sagðist bjartsýnn á horfurnar á áframhaldandi samstarf flokkanna. Ef þokkaleg sátt verður á milli þeirra um stóru sýnina fyrir næstu fjögur ár gæti útfærsla á áframhaldandi samstarfi tekið við í næstu viku. „Ef ég héldi það þá væri ég ekki að fara upp tröppurnar á þennan fund. Ég held að það sé hægt að vinna með þessum flokkum og gera mjög góða hluti fyrir landið. Ég trúi því,“ sagði Bjarni þegar hann var spurður að því hvort að hann teldi að eitthvað mál gæti gert flokkunum mjög erfitt eða ómögulegt að ná samkomulagi. Vill vera hreinn og beinn Nái flokkarnir aftur saman er ekki útilokað að breytingar verði gerðar og stokkað upp í skiptingu ráðuneyta. „Mér finnst allt uppi á borðum. Við erum búin að klára kjörtímabilið. Núna hefst nýtt og þetta er nýtt upphaf þannig að það getur vel verið að það verði breytingar.“ Fleiri ríkisstjórnarmynstur eru möguleg eftir kosningarnar en Bjarni neitaði því að hann hefði heyrt í fulltrúum annarra flokka um samstarf. „Ég held að maður þurfi að vera með hausinn á einum stað í einu. Það væri engin alvara í þessu samtali ef maður væri að hugsa þannig á sama tíma. Ég vil bara vera hreinn og beinn í þessu. Þetta er það sem við erum að skoða núna. Ef það gengur ekki myndi maður velta slíku fyrir sér en það er ekki inni í myndinni núna,“ sagði Bjarni áður en hann skundaði inn á fundinn.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira