Árni Páll kemur nýr inn í stjórn ESA Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2021 12:09 Árni Páll Árnason hefur gegnt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES frá árinu 2018. Facebook Ísland, Liechtenstein og Noregur tilkynntu í dag skipun á nýrri stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Stjórnina munu skipa Arne Røksund af hálfu Noregs, sem jafnframt verður forseti ESA, Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, af hálfu Íslands og Stefan Barriga af hálfu Liechtenstein. Í tilkynningu frá EFTA segir að þeir taki til starfa í ársbyrjun 2022 og eru skipaðir til fjögurra ára. Högni S. Kristjánsson hefur verið fulltrúi Íslands í stjórninni síðustu fjögur ár. „Arne Røksund gegnir nú starfi ráðuneytisstjóra norska varnarmálaráðuneytisins, sem hann hefur gegnt síðan í mars 2017. Á árunum 2014-2017 var hann staðgengill ráðuneytisstjóra viðskipta-, sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneytisins. Røksund var um nokkurt skeið í norska hernum, með stöðu aðmíráls í konunglega norska flotanum. Hann er með doktorsgráðu í sagnfræði. Hann tekur við af Bente Angell-Hansen, sem hefur gegnt starfi forseta ESA síðan 1. janúar 2017. Árni Páll Árnason hefur gegnt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES frá 1. febrúar 2018. Hann er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og nam Evrópurétt við College of Europe. Hann starfaði í utanríkisþjónustunni að Evrópu-, viðskipta- og öryggis- og varnarmálum á árunum 1992-1998 og sinnti síðan lögmennsku, þar til hann tók sæti á Alþingi árið 2007. Hann var félags- og tryggingamálaráðherra (2009-2010), efnahags- og viðskiptaráðherra (2010-2011) og var formaður Samfylkingarinnar 2013-2016. Árni Páll tekur við af Högna S. Kristjánssyni. Stefan Barriga hefur verið staðgengill sendiherra Liechtenstein gagnvart Evrópusambandinu frá ágúst 2016. Hann var áður staðgengill sendiherra í fastanefnd Liechtenstein hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og hefur einnig starfað sem lögfræðilegur ráðgjafi í utanríkisráðuneyti Liechtenstein. Hann hefur svo og unnið störf á vettvangi mannréttindamála. Stefán Barriga tekur við af Frank J. Büchel,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Utanríkismál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Í tilkynningu frá EFTA segir að þeir taki til starfa í ársbyrjun 2022 og eru skipaðir til fjögurra ára. Högni S. Kristjánsson hefur verið fulltrúi Íslands í stjórninni síðustu fjögur ár. „Arne Røksund gegnir nú starfi ráðuneytisstjóra norska varnarmálaráðuneytisins, sem hann hefur gegnt síðan í mars 2017. Á árunum 2014-2017 var hann staðgengill ráðuneytisstjóra viðskipta-, sjávarútvegs- og iðnaðarráðuneytisins. Røksund var um nokkurt skeið í norska hernum, með stöðu aðmíráls í konunglega norska flotanum. Hann er með doktorsgráðu í sagnfræði. Hann tekur við af Bente Angell-Hansen, sem hefur gegnt starfi forseta ESA síðan 1. janúar 2017. Árni Páll Árnason hefur gegnt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES frá 1. febrúar 2018. Hann er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og nam Evrópurétt við College of Europe. Hann starfaði í utanríkisþjónustunni að Evrópu-, viðskipta- og öryggis- og varnarmálum á árunum 1992-1998 og sinnti síðan lögmennsku, þar til hann tók sæti á Alþingi árið 2007. Hann var félags- og tryggingamálaráðherra (2009-2010), efnahags- og viðskiptaráðherra (2010-2011) og var formaður Samfylkingarinnar 2013-2016. Árni Páll tekur við af Högna S. Kristjánssyni. Stefan Barriga hefur verið staðgengill sendiherra Liechtenstein gagnvart Evrópusambandinu frá ágúst 2016. Hann var áður staðgengill sendiherra í fastanefnd Liechtenstein hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og hefur einnig starfað sem lögfræðilegur ráðgjafi í utanríkisráðuneyti Liechtenstein. Hann hefur svo og unnið störf á vettvangi mannréttindamála. Stefán Barriga tekur við af Frank J. Büchel,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Utanríkismál Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Aumt að senda tveggja vikna börn úr landi undir forsæti Samfylkingar Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum