Bubbi segist niðurbrotinn enda traustið horfið Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2021 13:21 Bubba Morthens er ekki skemmt. Hann er yfir sig hneykslaður og í raun niðurbrotinn maður vegna kosningaklúðursins. vísir/vilhelm Bubbi Morthens tónlistarmaður, sá sem sagður hefur verið í hvað bestum tengslum allra við sjálfa þjóðarsálina með verkum sínum, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ekki lengur treysta kosningakerfinu á Íslandi. „Traustið er horfið,“ segir Bubbi. Honum var mikið niðri fyrir þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann um talningarklúðrið sem skekið hefur þjóðina í gærkvöldi og í dag. Bubbi sagðist vart eiga til orð í eigu sinni um þennan gjörning allan. „Þetta er orðið algjört … aumingjaþjóðfélag. Ég hef trúað ýmsu upp á Íslendinga en ég hefði ekki trúað því að óreyndu uppá okkur að við gætum ekki haldið kosningar í þessu samfélagi. Ég verð að segja það. Ég er niðurbrotinn.“ „Ég er eiginlega orðlaus“ Bubbi segist í gegnum tíðina hafa upplifað eitt og annað og orðið vitni að ýmsu; tali um spillingu, samtryggingu, einkavinavæðingu og allt það. „En ég hefði aldrei trúað að þetta myndi raungerast með þessum hætti. Hélt að kosningarnar væru eitthvað sem mætti treysta.“ Tónlistarmaðurinn lýsir því forviða að einhverjir menn stígi fram og lýsi því yfir að þeir séu jú klárlega að brjóta lög, en það hafi þeir alltaf gert og fyrir því væri komin hefð. „Hvar annars staðar í hinum siðmenntaða heimi nema á Íslandi kæmi svona fram og það er ekki einn þungavigtarmaður í íslenskri pólitík þannig séð sem stígur fram og segir: Þetta er ekki boðlegt. Það þarf að kjósa aftur og ég er búinn að missa trúna á hvernig við stöndum að kosningum. Ég á ekki orð, þó að ég sé með eitthvað gaspur. Ég er eiginlega orðlaus.“ Hvar eru formenn stjórnarflokkanna? Og Bubba rekur hreinlega í vörðurnar sem ekki gerist oft. Hann segist sannarlega ekki einn um að vera ofboðið og þetta sama myndi John Lennon segja ef hann væri á lífi. „Þetta er algjörlega fáránlegt, þetta fyrirkomulag sem við búum við hér á landi,“ segir Bubbi sem lýsir því að hann hafi ekki fattað í fyrstu hversu alvarlegt málið var. Svo yfirgengilegt sé þetta. Hann telur einsýnt að það þurfi að skera allt fyrirkomulagið upp. Sjálfur vill hann tala fyrir persónukjöri. Þá segir hann að mismunandi vægi atkvæða, til dæmis, sé í raun rót spillingar. Með ólíkindum að það skuli líðast. „Að það skuli viðgangast á tímum snjallsíma er gjörsamlega galið. Og ef einhvern tíma þetta hefur komið átakanlega í ljós þá er það í þessum kosningum. En að einhver maður telji sig þess umkominn að hefja endurtalningu upp á eigin spýtur án þess að ræða við nokkurn þann sem telur sér málið skylt, og telji sig ekki þurfa að fara að lögum?!“ segir Bubbi og er búinn að finna orð sín aftur: „Og enginn stígur fram nema gamli karatemeistarinn Karl Gauti Hjartason sem kærir! Að formenn flokkanna hafi ekki stigið fram og sagt, þetta er ekki í lagi, það slær mig illa. Þá fer maður að hugsa: Eru þau bara kampakát og glöð með þetta? Af því að það hentar í það skiptið?“ Stjórnsýsla Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Fullyrðir að traust á niðurstöðum kosninga sé horfið Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður stjórnarskrárfélagsins, segir að traust á kosningum til löggjafarþingsins sé horfið. Hún hefur Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann fyrir því að innsigli á kjörkössum séu ítrekað rofin. 27. september 2021 10:26 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
„Traustið er horfið,“ segir Bubbi. Honum var mikið niðri fyrir þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann um talningarklúðrið sem skekið hefur þjóðina í gærkvöldi og í dag. Bubbi sagðist vart eiga til orð í eigu sinni um þennan gjörning allan. „Þetta er orðið algjört … aumingjaþjóðfélag. Ég hef trúað ýmsu upp á Íslendinga en ég hefði ekki trúað því að óreyndu uppá okkur að við gætum ekki haldið kosningar í þessu samfélagi. Ég verð að segja það. Ég er niðurbrotinn.“ „Ég er eiginlega orðlaus“ Bubbi segist í gegnum tíðina hafa upplifað eitt og annað og orðið vitni að ýmsu; tali um spillingu, samtryggingu, einkavinavæðingu og allt það. „En ég hefði aldrei trúað að þetta myndi raungerast með þessum hætti. Hélt að kosningarnar væru eitthvað sem mætti treysta.“ Tónlistarmaðurinn lýsir því forviða að einhverjir menn stígi fram og lýsi því yfir að þeir séu jú klárlega að brjóta lög, en það hafi þeir alltaf gert og fyrir því væri komin hefð. „Hvar annars staðar í hinum siðmenntaða heimi nema á Íslandi kæmi svona fram og það er ekki einn þungavigtarmaður í íslenskri pólitík þannig séð sem stígur fram og segir: Þetta er ekki boðlegt. Það þarf að kjósa aftur og ég er búinn að missa trúna á hvernig við stöndum að kosningum. Ég á ekki orð, þó að ég sé með eitthvað gaspur. Ég er eiginlega orðlaus.“ Hvar eru formenn stjórnarflokkanna? Og Bubba rekur hreinlega í vörðurnar sem ekki gerist oft. Hann segist sannarlega ekki einn um að vera ofboðið og þetta sama myndi John Lennon segja ef hann væri á lífi. „Þetta er algjörlega fáránlegt, þetta fyrirkomulag sem við búum við hér á landi,“ segir Bubbi sem lýsir því að hann hafi ekki fattað í fyrstu hversu alvarlegt málið var. Svo yfirgengilegt sé þetta. Hann telur einsýnt að það þurfi að skera allt fyrirkomulagið upp. Sjálfur vill hann tala fyrir persónukjöri. Þá segir hann að mismunandi vægi atkvæða, til dæmis, sé í raun rót spillingar. Með ólíkindum að það skuli líðast. „Að það skuli viðgangast á tímum snjallsíma er gjörsamlega galið. Og ef einhvern tíma þetta hefur komið átakanlega í ljós þá er það í þessum kosningum. En að einhver maður telji sig þess umkominn að hefja endurtalningu upp á eigin spýtur án þess að ræða við nokkurn þann sem telur sér málið skylt, og telji sig ekki þurfa að fara að lögum?!“ segir Bubbi og er búinn að finna orð sín aftur: „Og enginn stígur fram nema gamli karatemeistarinn Karl Gauti Hjartason sem kærir! Að formenn flokkanna hafi ekki stigið fram og sagt, þetta er ekki í lagi, það slær mig illa. Þá fer maður að hugsa: Eru þau bara kampakát og glöð með þetta? Af því að það hentar í það skiptið?“
Stjórnsýsla Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Fullyrðir að traust á niðurstöðum kosninga sé horfið Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður stjórnarskrárfélagsins, segir að traust á kosningum til löggjafarþingsins sé horfið. Hún hefur Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann fyrir því að innsigli á kjörkössum séu ítrekað rofin. 27. september 2021 10:26 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09
Fullyrðir að traust á niðurstöðum kosninga sé horfið Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður stjórnarskrárfélagsins, segir að traust á kosningum til löggjafarþingsins sé horfið. Hún hefur Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann fyrir því að innsigli á kjörkössum séu ítrekað rofin. 27. september 2021 10:26
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels