Bubbi segist niðurbrotinn enda traustið horfið Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2021 13:21 Bubba Morthens er ekki skemmt. Hann er yfir sig hneykslaður og í raun niðurbrotinn maður vegna kosningaklúðursins. vísir/vilhelm Bubbi Morthens tónlistarmaður, sá sem sagður hefur verið í hvað bestum tengslum allra við sjálfa þjóðarsálina með verkum sínum, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ekki lengur treysta kosningakerfinu á Íslandi. „Traustið er horfið,“ segir Bubbi. Honum var mikið niðri fyrir þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann um talningarklúðrið sem skekið hefur þjóðina í gærkvöldi og í dag. Bubbi sagðist vart eiga til orð í eigu sinni um þennan gjörning allan. „Þetta er orðið algjört … aumingjaþjóðfélag. Ég hef trúað ýmsu upp á Íslendinga en ég hefði ekki trúað því að óreyndu uppá okkur að við gætum ekki haldið kosningar í þessu samfélagi. Ég verð að segja það. Ég er niðurbrotinn.“ „Ég er eiginlega orðlaus“ Bubbi segist í gegnum tíðina hafa upplifað eitt og annað og orðið vitni að ýmsu; tali um spillingu, samtryggingu, einkavinavæðingu og allt það. „En ég hefði aldrei trúað að þetta myndi raungerast með þessum hætti. Hélt að kosningarnar væru eitthvað sem mætti treysta.“ Tónlistarmaðurinn lýsir því forviða að einhverjir menn stígi fram og lýsi því yfir að þeir séu jú klárlega að brjóta lög, en það hafi þeir alltaf gert og fyrir því væri komin hefð. „Hvar annars staðar í hinum siðmenntaða heimi nema á Íslandi kæmi svona fram og það er ekki einn þungavigtarmaður í íslenskri pólitík þannig séð sem stígur fram og segir: Þetta er ekki boðlegt. Það þarf að kjósa aftur og ég er búinn að missa trúna á hvernig við stöndum að kosningum. Ég á ekki orð, þó að ég sé með eitthvað gaspur. Ég er eiginlega orðlaus.“ Hvar eru formenn stjórnarflokkanna? Og Bubba rekur hreinlega í vörðurnar sem ekki gerist oft. Hann segist sannarlega ekki einn um að vera ofboðið og þetta sama myndi John Lennon segja ef hann væri á lífi. „Þetta er algjörlega fáránlegt, þetta fyrirkomulag sem við búum við hér á landi,“ segir Bubbi sem lýsir því að hann hafi ekki fattað í fyrstu hversu alvarlegt málið var. Svo yfirgengilegt sé þetta. Hann telur einsýnt að það þurfi að skera allt fyrirkomulagið upp. Sjálfur vill hann tala fyrir persónukjöri. Þá segir hann að mismunandi vægi atkvæða, til dæmis, sé í raun rót spillingar. Með ólíkindum að það skuli líðast. „Að það skuli viðgangast á tímum snjallsíma er gjörsamlega galið. Og ef einhvern tíma þetta hefur komið átakanlega í ljós þá er það í þessum kosningum. En að einhver maður telji sig þess umkominn að hefja endurtalningu upp á eigin spýtur án þess að ræða við nokkurn þann sem telur sér málið skylt, og telji sig ekki þurfa að fara að lögum?!“ segir Bubbi og er búinn að finna orð sín aftur: „Og enginn stígur fram nema gamli karatemeistarinn Karl Gauti Hjartason sem kærir! Að formenn flokkanna hafi ekki stigið fram og sagt, þetta er ekki í lagi, það slær mig illa. Þá fer maður að hugsa: Eru þau bara kampakát og glöð með þetta? Af því að það hentar í það skiptið?“ Stjórnsýsla Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Fullyrðir að traust á niðurstöðum kosninga sé horfið Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður stjórnarskrárfélagsins, segir að traust á kosningum til löggjafarþingsins sé horfið. Hún hefur Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann fyrir því að innsigli á kjörkössum séu ítrekað rofin. 27. september 2021 10:26 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
„Traustið er horfið,“ segir Bubbi. Honum var mikið niðri fyrir þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann um talningarklúðrið sem skekið hefur þjóðina í gærkvöldi og í dag. Bubbi sagðist vart eiga til orð í eigu sinni um þennan gjörning allan. „Þetta er orðið algjört … aumingjaþjóðfélag. Ég hef trúað ýmsu upp á Íslendinga en ég hefði ekki trúað því að óreyndu uppá okkur að við gætum ekki haldið kosningar í þessu samfélagi. Ég verð að segja það. Ég er niðurbrotinn.“ „Ég er eiginlega orðlaus“ Bubbi segist í gegnum tíðina hafa upplifað eitt og annað og orðið vitni að ýmsu; tali um spillingu, samtryggingu, einkavinavæðingu og allt það. „En ég hefði aldrei trúað að þetta myndi raungerast með þessum hætti. Hélt að kosningarnar væru eitthvað sem mætti treysta.“ Tónlistarmaðurinn lýsir því forviða að einhverjir menn stígi fram og lýsi því yfir að þeir séu jú klárlega að brjóta lög, en það hafi þeir alltaf gert og fyrir því væri komin hefð. „Hvar annars staðar í hinum siðmenntaða heimi nema á Íslandi kæmi svona fram og það er ekki einn þungavigtarmaður í íslenskri pólitík þannig séð sem stígur fram og segir: Þetta er ekki boðlegt. Það þarf að kjósa aftur og ég er búinn að missa trúna á hvernig við stöndum að kosningum. Ég á ekki orð, þó að ég sé með eitthvað gaspur. Ég er eiginlega orðlaus.“ Hvar eru formenn stjórnarflokkanna? Og Bubba rekur hreinlega í vörðurnar sem ekki gerist oft. Hann segist sannarlega ekki einn um að vera ofboðið og þetta sama myndi John Lennon segja ef hann væri á lífi. „Þetta er algjörlega fáránlegt, þetta fyrirkomulag sem við búum við hér á landi,“ segir Bubbi sem lýsir því að hann hafi ekki fattað í fyrstu hversu alvarlegt málið var. Svo yfirgengilegt sé þetta. Hann telur einsýnt að það þurfi að skera allt fyrirkomulagið upp. Sjálfur vill hann tala fyrir persónukjöri. Þá segir hann að mismunandi vægi atkvæða, til dæmis, sé í raun rót spillingar. Með ólíkindum að það skuli líðast. „Að það skuli viðgangast á tímum snjallsíma er gjörsamlega galið. Og ef einhvern tíma þetta hefur komið átakanlega í ljós þá er það í þessum kosningum. En að einhver maður telji sig þess umkominn að hefja endurtalningu upp á eigin spýtur án þess að ræða við nokkurn þann sem telur sér málið skylt, og telji sig ekki þurfa að fara að lögum?!“ segir Bubbi og er búinn að finna orð sín aftur: „Og enginn stígur fram nema gamli karatemeistarinn Karl Gauti Hjartason sem kærir! Að formenn flokkanna hafi ekki stigið fram og sagt, þetta er ekki í lagi, það slær mig illa. Þá fer maður að hugsa: Eru þau bara kampakát og glöð með þetta? Af því að það hentar í það skiptið?“
Stjórnsýsla Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09 Fullyrðir að traust á niðurstöðum kosninga sé horfið Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður stjórnarskrárfélagsins, segir að traust á kosningum til löggjafarþingsins sé horfið. Hún hefur Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann fyrir því að innsigli á kjörkössum séu ítrekað rofin. 27. september 2021 10:26 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Karl Gauti ætlar að kæra framkvæmd kosninga til lögreglu Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, er í þessum skrifuðu orðum að vinna að kæru til lögreglu. Krafa hans er skýr, að upplýst verði um atvik í Norðvesturkjördæmi þar sem ráðist var í endurtalningu. 27. september 2021 11:09
Fullyrðir að traust á niðurstöðum kosninga sé horfið Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður stjórnarskrárfélagsins, segir að traust á kosningum til löggjafarþingsins sé horfið. Hún hefur Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann fyrir því að innsigli á kjörkössum séu ítrekað rofin. 27. september 2021 10:26