Lífið

Angelina Jolie og The Weeknd mynduð saman eftir stefnumót

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sögusagnir eru í gangi um að Angelina Jolie og The Weeknd séu nýtt par.
Sögusagnir eru í gangi um að Angelina Jolie og The Weeknd séu nýtt par. Samsett/Getty

Leikkonan Angelina Jolie fór út að borða um helgina með tónlistarmanninum The Weeknd. Ljósmyndarar biðu eftir þeim fyrir utan veitingastaðinn og mynduðu þau fara saman inn í bílinn hans.

Angelina og Weeknd voru í rúmar tvær klukkustundir í einkaherbergi á veitingastaðnum Giorgio Baldi. Þau mættu þangað í sitt hvoru lagi en yfirgáfu staðinn þó saman. Samkvæmt frétt Daily Mail ók bílstjóri þeim beint á heimili tónlistarmannsins í Bel Air hverfinu. 

Bæði myndir og myndbönd af þeim má finna á vef Daily Mail.

Angelina Jolie er 46 ára en The Weeknd er 31 árs. Kanadíski söngvarinn heitir fullu nafni Abel Tesfaye og er barnlaus en Angelina er eins og flestir vita sex barna móðir.

The Sun birti myndir af þeim báðum á sama veitingastað í sumar og fóru þá af stað sögusagnir um að þau væru að deita.  Spurning hvort að þetta sé nýjasta Hollywood parið? 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.