Fleiri vilja endurtalningu í Suðurkjördæmi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. september 2021 23:28 Frá kjörstað við Vallaskóla á Selfossi í gær. stöð 2 Píratar í Suðurkjördæmi hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um að atkvæði í kjördæminu verði endurtalin en þar munar sjö atkvæðum á lista Vinstri grænna, sem náðu ekki inn manni, og Miðflokksins sem fékk síðasta kjördæmakjörna þingmanninn. Endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi í dag þar sem nokkur atkvæði hliðruðust til milli nokkurra flokka, sem varð til þess að jöfnunarsæti í öllum kjördæmum nema einu fóru á flakk. Ef endurtalning í Suðurkjördæmi leiddi það í ljós að VG væri með fleiri atkvæði en Miðflokkur myndi það hafa svipaðar afleiðingar í för með sér, því kjördæmakjörinn þingmaður Miðflokksins dytti þá út og yrði flokkurinn þá að fá annan þingmann inn sem jöfnunarmann. Í hvaða kjördæmi það yrði og á hvaða önnur jöfnunarsæti það hefði áhrif er þá óljóst. Heimildir fréttastofu herma þá að Sjálfstæðismenn skoði möguleikann á að taka undir kröfu VG um endurtalningu. Þetta vildi Ingvar Pétur Guðbjörnsson, umboðsmaður flokksins, þó ekki staðfesta í samtali við fréttastofu. Hann sagði að engin formleg beiðni hefði enn verið lögð inn frá flokknum og sagðist ekki vilja tjá sig meira um málið að svo stöddu. Mikilvægt fyrir lýðræðið Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í kjördæminu, sem nær ekki inn á þing lýsti því yfir á Facebook í kvöld að Píratar tækju undir kröfu um endurtalningu. Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, var langt frá því að komast á þing sem kjördæmakjörinn þingmaður en telur samt sem áður mikilvægt fyrir lýðræðið að endurtalning fari fram. „Þetta skiptir engu máli fyrir niðurstöður Pírata í kjördæminu. Við virðum lýðræðið og teljum VG í fullum lýðræðislegum rétti til að fá endurtalningu í ljósi stöðunnar. Við hefðum staðið með hvaða framboði sem er í sömu stöðu,“ skrifar hún á Facebook. Ef Sjálfstæðismenn færu fram á það sama lægi líklega svipaður lýðræðisvilji að baki en það verður ekki séð í fljótu bragði að flokkurinn gæti hagnast nokkuð á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Álfheiður gagnrýnir þá að yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hafi sjálf ákveðið að fara í „úrtaks- og gæðakönnun“ á verkferlum sínum í dag; farið yfir allar talningar og tekið tilviljanakennt úrtak bæðu utankjörfundar og kjörfundaratkvæðum í það ferli, eins og formaður yfirkjörstjórnarinnar lýsti yfir í dag. „Enn fremur teljum við "gæðatékk" ekki samræmast kosningalögum, hvað þá gæðatékk þar sem umboðsmenn eru ekki látnir vita eða eru viðstaddir,“ skrifar hún. Hún segir að Píratar hafi komið þessum athugasemdum á framfæri við yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis og beðið um skýringar á því hvernig atkvæða var gætt frá því talningu lauk í morgun. Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Píratar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47 Vinstri græn biðja um endurtalningu í Suðurkjördæmi Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis hefur borist beiðni um endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Mjótt var á mununum í kjördæminu og nokkur atkvæði til eða frá geta breytt stöðunni, líkt og endurtalning dagsins í Norðvesturkjördæmi hefur sýnt. 26. september 2021 19:18 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi í dag þar sem nokkur atkvæði hliðruðust til milli nokkurra flokka, sem varð til þess að jöfnunarsæti í öllum kjördæmum nema einu fóru á flakk. Ef endurtalning í Suðurkjördæmi leiddi það í ljós að VG væri með fleiri atkvæði en Miðflokkur myndi það hafa svipaðar afleiðingar í för með sér, því kjördæmakjörinn þingmaður Miðflokksins dytti þá út og yrði flokkurinn þá að fá annan þingmann inn sem jöfnunarmann. Í hvaða kjördæmi það yrði og á hvaða önnur jöfnunarsæti það hefði áhrif er þá óljóst. Heimildir fréttastofu herma þá að Sjálfstæðismenn skoði möguleikann á að taka undir kröfu VG um endurtalningu. Þetta vildi Ingvar Pétur Guðbjörnsson, umboðsmaður flokksins, þó ekki staðfesta í samtali við fréttastofu. Hann sagði að engin formleg beiðni hefði enn verið lögð inn frá flokknum og sagðist ekki vilja tjá sig meira um málið að svo stöddu. Mikilvægt fyrir lýðræðið Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í kjördæminu, sem nær ekki inn á þing lýsti því yfir á Facebook í kvöld að Píratar tækju undir kröfu um endurtalningu. Álfheiður Eymarsdóttir, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, var langt frá því að komast á þing sem kjördæmakjörinn þingmaður en telur samt sem áður mikilvægt fyrir lýðræðið að endurtalning fari fram. „Þetta skiptir engu máli fyrir niðurstöður Pírata í kjördæminu. Við virðum lýðræðið og teljum VG í fullum lýðræðislegum rétti til að fá endurtalningu í ljósi stöðunnar. Við hefðum staðið með hvaða framboði sem er í sömu stöðu,“ skrifar hún á Facebook. Ef Sjálfstæðismenn færu fram á það sama lægi líklega svipaður lýðræðisvilji að baki en það verður ekki séð í fljótu bragði að flokkurinn gæti hagnast nokkuð á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Álfheiður gagnrýnir þá að yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hafi sjálf ákveðið að fara í „úrtaks- og gæðakönnun“ á verkferlum sínum í dag; farið yfir allar talningar og tekið tilviljanakennt úrtak bæðu utankjörfundar og kjörfundaratkvæðum í það ferli, eins og formaður yfirkjörstjórnarinnar lýsti yfir í dag. „Enn fremur teljum við "gæðatékk" ekki samræmast kosningalögum, hvað þá gæðatékk þar sem umboðsmenn eru ekki látnir vita eða eru viðstaddir,“ skrifar hún. Hún segir að Píratar hafi komið þessum athugasemdum á framfæri við yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis og beðið um skýringar á því hvernig atkvæða var gætt frá því talningu lauk í morgun.
Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Píratar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47 Vinstri græn biðja um endurtalningu í Suðurkjördæmi Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis hefur borist beiðni um endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Mjótt var á mununum í kjördæminu og nokkur atkvæði til eða frá geta breytt stöðunni, líkt og endurtalning dagsins í Norðvesturkjördæmi hefur sýnt. 26. september 2021 19:18 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09
Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47
Vinstri græn biðja um endurtalningu í Suðurkjördæmi Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis hefur borist beiðni um endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Mjótt var á mununum í kjördæminu og nokkur atkvæði til eða frá geta breytt stöðunni, líkt og endurtalning dagsins í Norðvesturkjördæmi hefur sýnt. 26. september 2021 19:18