Innlent

Stálu senunni á kjör­stað

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Fjölskyldan prúðbúin á leið á kjörstað.
Fjölskyldan prúðbúin á leið á kjörstað.

Fjölskylda á Selfossi stal senunni í gær þegar hún fór að kjósa uppáklædd faldbúningi frá 17. öld og herrabúningi frá 18. öld. Þá var barnabarnið í 19. aldar upphlut.

Eyrún Olsen, Hjörtur maður hennar og Ísold Edda barnabarn þeirra vöktu mikla athygli þegar þau komu gangandi á kjörstað í Vallaskóla í gær. Á sama tíma mættu vinkonurnar Þórunn Guðnadóttir og Eygló Jóna Gunnarsdóttir í sínum fallegu þjóðbúningum til að kjósa. 

Þeir sem voru að kjósa á sama tíma dásömuðu búningana og eljuna í fólkinu að mæta í þeim á kjörstað.

Hjörtur telur að fólk mætti gera meira af þessu

„Endilega. Allir eiga að eiga svona búning,“ segir hann. Hann segir búningana fá mikla athygli.

Búningarnir eru eins og sjá má ótrúlega fallegir og vel gerðir, enda er Eyrún mjög stolt af sjálfri sér að hafa saumað þá.

„Ég er það. Ég er búin að handsauma alla þessa búninga, ég er búin að sauma eina sex búninga,“ segir Eyrún.

En þið vekið mikla athygli alls staðar sem þið farið?

„Við gerum það gjarnan, af því að konur eru enn sem komið er pínulítið feimnar og finnst að það þurfi að vera sérstakt tilefni til að klæða sig upp, en það er alltaf tilefni,“ segir Eyrún.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×