„Stjórnarandstaðan skíttapaði einfaldlega“ Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 14:40 Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir einsýnt að nú þyrfi að horfa inn á við. Og það gerir Össur Skarphéðinsson forveri hans á formannsstóli og degur ekki af sér: Stjórnarandstaðan skíttapaði kosningunum einfaldlega og þar má kenna sundurlyndi um. vísir/vilhelm Samfylkingarfólk veltir fyrir sér hvað hafi eiginlega gerst í kosningunum? Óhætt er að segja að vinstri menn vita vart hvaðan á þá stendur veðrið en þeir gengu vonglaðir til kosninga eftir að skoðanakannanir höfðu gefið fyrirheit um betri tíð með blóm í haga. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir stjórnarandstöðuna einfaldlega hafa skíttapað kosningabaráttunni. Þetta gerir hann á Facebook-síðu Halldórs Guðmundssonar rithöfundar og stuðningsmanns Samfylkingarinnar. En Halldór vitnar í Stein Steinarr: Og loks er eins og ekkert hafi gerst, orti Steinn. Seðlabankastjóri skaut Viðreisn á flugi Halldór spyr: „Var ekki meginbreyting kosninganna sú að Framsókn endurheimti kjósendur sína frá Miðflokknum? Og sundrað vinstrið tapaði.“ Samfylkingarfólk reynir nú að rýna í stöðuna. Össur er einn þeirra en fáir eru eins vel lesnir í kosningum og hann. Össur segir að það sem gerðist sé engin tilviljun. Seðlabankastjóri hafi skotið Viðreisn sem var á góðu flugi niður með „makalaustri tímasetningu“ og vísar hann þar til viðtals Viðskiptablaðsins við Ásgeir Jónsson sem segir að verði krónan fest við evru, líkt og Viðreisn berst fyrir, geti það kallað á hærri stýrivexti. „Samfylkingin fór mjög seint af stað og henni og Pírötum skorti málafylgju og forystu til að koma erindum sínum á framfæri, að frátalinni Kristrúnu [Frostadóttur].“ Samfylkingin afvelta eftir innanflokksátök Og Össur hlífir sínum gamla flokki ekki: „Stjórnarandstaðan skíttapaði einfaldlega kosningabaráttunni. Samfylkingin var afvelta eftir vetur innanflokksátaka þar sem vænsta fólki var rutt úr sætum og gersamlega tilefnislaus varaformannsslagur saxaði á limina hans Björns míns,“ segir Össur og hlífir félögum sínum hvergi. Össur segir Samfylkingu hafa farið mjög seint af stað og henni hafi skort málafylgju og forystu. Þó Samfylkingarfólk reyni nú að horfa inn á við, eins og Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur boðað að nú sé þörf á, vill Grímur Atlason, eiginmaður Helgu Völu Helgadóttur þingmans Samfylkingar, ekki gleypa útleggingar Össurar alveg hráar. Hann spyr hvort lýðræðið sé ekki einmitt best þegar framboð er af frambærilegu fólki og val félaga fari fram í kjölfarið? „Það er hins vegar rétt að ekki var spilað rétt úr stöðunni í kjölfarið og val á lista fór illa en Kristrún kom samt í gegnum þetta val.“ Þá vill Grímur meina að í Reykjavíkurkjördæmunum, hvar Samfylkingin hefur staðið sterkust, hafi samkeppnin verið gríðarlega hörð og nægi þar að nefna hinn vinsæla formann Vinstri grænna, Katrínu Jakobsdóttur, Ásmund Einar Daðason Framsóknarflokki, sem reyndist sigurvegari kosninganna, Pírata og svo 5,8 prósenta manninn hann Gunnar Smára Egilsson Sósíalistum. „Ekki hægt að horfa framhjá þessu.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Samfylkingin Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin heldur og situr líklega áfram: „Eðlilegast að við setjumst niður saman“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, sem er sigurvegari kosninganna, segist maður orða sinna. Og hann hafi sagt að ef stjórnin héldi væri eðlilegast að þau sem að henni standi tali saman. Flest bendir nú til að ríkisstjórnarsamstarfið haldi. 26. september 2021 11:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þetta gerir hann á Facebook-síðu Halldórs Guðmundssonar rithöfundar og stuðningsmanns Samfylkingarinnar. En Halldór vitnar í Stein Steinarr: Og loks er eins og ekkert hafi gerst, orti Steinn. Seðlabankastjóri skaut Viðreisn á flugi Halldór spyr: „Var ekki meginbreyting kosninganna sú að Framsókn endurheimti kjósendur sína frá Miðflokknum? Og sundrað vinstrið tapaði.“ Samfylkingarfólk reynir nú að rýna í stöðuna. Össur er einn þeirra en fáir eru eins vel lesnir í kosningum og hann. Össur segir að það sem gerðist sé engin tilviljun. Seðlabankastjóri hafi skotið Viðreisn sem var á góðu flugi niður með „makalaustri tímasetningu“ og vísar hann þar til viðtals Viðskiptablaðsins við Ásgeir Jónsson sem segir að verði krónan fest við evru, líkt og Viðreisn berst fyrir, geti það kallað á hærri stýrivexti. „Samfylkingin fór mjög seint af stað og henni og Pírötum skorti málafylgju og forystu til að koma erindum sínum á framfæri, að frátalinni Kristrúnu [Frostadóttur].“ Samfylkingin afvelta eftir innanflokksátök Og Össur hlífir sínum gamla flokki ekki: „Stjórnarandstaðan skíttapaði einfaldlega kosningabaráttunni. Samfylkingin var afvelta eftir vetur innanflokksátaka þar sem vænsta fólki var rutt úr sætum og gersamlega tilefnislaus varaformannsslagur saxaði á limina hans Björns míns,“ segir Össur og hlífir félögum sínum hvergi. Össur segir Samfylkingu hafa farið mjög seint af stað og henni hafi skort málafylgju og forystu. Þó Samfylkingarfólk reyni nú að horfa inn á við, eins og Logi Einarsson formaður Samfylkingar hefur boðað að nú sé þörf á, vill Grímur Atlason, eiginmaður Helgu Völu Helgadóttur þingmans Samfylkingar, ekki gleypa útleggingar Össurar alveg hráar. Hann spyr hvort lýðræðið sé ekki einmitt best þegar framboð er af frambærilegu fólki og val félaga fari fram í kjölfarið? „Það er hins vegar rétt að ekki var spilað rétt úr stöðunni í kjölfarið og val á lista fór illa en Kristrún kom samt í gegnum þetta val.“ Þá vill Grímur meina að í Reykjavíkurkjördæmunum, hvar Samfylkingin hefur staðið sterkust, hafi samkeppnin verið gríðarlega hörð og nægi þar að nefna hinn vinsæla formann Vinstri grænna, Katrínu Jakobsdóttur, Ásmund Einar Daðason Framsóknarflokki, sem reyndist sigurvegari kosninganna, Pírata og svo 5,8 prósenta manninn hann Gunnar Smára Egilsson Sósíalistum. „Ekki hægt að horfa framhjá þessu.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Samfylkingin Píratar Viðreisn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin heldur og situr líklega áfram: „Eðlilegast að við setjumst niður saman“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, sem er sigurvegari kosninganna, segist maður orða sinna. Og hann hafi sagt að ef stjórnin héldi væri eðlilegast að þau sem að henni standi tali saman. Flest bendir nú til að ríkisstjórnarsamstarfið haldi. 26. september 2021 11:00 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ríkisstjórnin heldur og situr líklega áfram: „Eðlilegast að við setjumst niður saman“ Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, sem er sigurvegari kosninganna, segist maður orða sinna. Og hann hafi sagt að ef stjórnin héldi væri eðlilegast að þau sem að henni standi tali saman. Flest bendir nú til að ríkisstjórnarsamstarfið haldi. 26. september 2021 11:00