Gunnar Smári sagður hafa rekið glæsilega kosningabaráttu fyrir Ingu Sæland Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 11:43 Inga Sæland í öruggum höndum á leiðinni í kosningasjónvarp Stöðvar 2 í gær. Vísir/vilhelm Daði Már Kristófersson varaformaður Viðreisnar telur ekki ólíklegt að Flokkur fólksins hafi notið góðs af kosningabaráttu Sósíalistaflokksins. Daði Már og oddviti Sjálfstæðismanna á Suðurlandi, Guðrún Hafsteinsdóttir, sátu í stúdíóinu hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi og ræddu eitt og annað sem viðkemur nýafstöðnum kosningum. Daði Már vildi koma þeim sem standa að skoðanakönnunum til varnar, en ýmsir vilja meina að þetta hafi verið skellur fyrir þá aðila. Daði Már sagði þetta eðli máls samkvæmt ónákvæmt, verið væri að mæla skotmark á hreyfingu. Breytingaröflin tapað „Skekkjur geta orðið miklar og bara ein talning sem telur og það er kjördagur. Þetta snýst fyrst og fremst um sviptingar á fylgi. Og athyglisvert er að fylgi Sósíalista gufar upp eftir að hafa siglt sterkt inn í kosningarnar,“ sagði Daði Már og vildi, með fullri virðingu, meina að Sósíalistar hafi ekki verið „varfærnir í yfirlýsingum“. Og Daði Már taldi að svo virðist sem að það fylgi sem mældist hjá Sósíalistum hafi færst yfir á Flokk fólksins. Skelegg kosningabarátta Gunnars Smára og Sósíalistaflokksins er helst talin hafa gagnast Ingu Sæland.vísir/vilhelm Daði Már vildi meina að breytingaröflin öll hafi tapað nema Viðreisn og það megi hafa til marks um áhugaleysi þjóðarinnar á breytingum. Guðrún taldi þetta ekki standast, lífið væri síbreytilegt og allt breytingum háð. „En mér finnst ég hafa skynjað það í gegnum kosningabaráttuna að fólk vildi pólitískan stöðugleika. Og allt tal um að hér væri allt á vonarvöl og þau kerfi sem við byggjum velferð okkar á væru að hruni komin, þjóðin hafnaði því,“ sagði Guðrún. Drengileg framganga Gunnars Smára í garð Ingu Daði Már bætti því þá við, sem hann hafði heyrt, að Gunnar Smári Egilsson leiðtogi Sósíalistaflokksins hafi „rekið mjög skelegga kosningabaráttu … fyrir Flokk fólksins“. Jakob Frímann Magnússon nýr þingmaður Flokks fólksins segir það rétt, Gunnar Smári hafi sýnt drengsskap og talað Ingu og hennar áherslur upp.Flokkur fólksins Í fjarfundabúnaði var einnig Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, sem flaug inn á þing sem frambjóðandi Flokks fólksins sagði það rétt, Sósíalistar hafi rekið glæsilega kosningabaráttu. „Gunnar Smári sýndi drengskap í því að tala Ingu upp og hennar áherslur,“ sagi Jakob sem taldi að kjósendum hafi brugðið þegar hann fór að tala um að hrófla ætti við eignarrétti svo sem það að brjóta upp fyrirtæki. Eignarréttur væri stjórnarskrárvarinn og þá gæti nú ýmislegt farið af stað. Upptöku af umræðunum má sjá að neðan. Klippa: Sprengisandur - Guðrún, Daði Már, Ingibjörg og Jakob Frímann Alþingiskosningar 2021 Alþingi Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. 26. september 2021 10:31 Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Sjá meira
Daði Már og oddviti Sjálfstæðismanna á Suðurlandi, Guðrún Hafsteinsdóttir, sátu í stúdíóinu hjá Kristjáni Kristjánssyni á Sprengisandi og ræddu eitt og annað sem viðkemur nýafstöðnum kosningum. Daði Már vildi koma þeim sem standa að skoðanakönnunum til varnar, en ýmsir vilja meina að þetta hafi verið skellur fyrir þá aðila. Daði Már sagði þetta eðli máls samkvæmt ónákvæmt, verið væri að mæla skotmark á hreyfingu. Breytingaröflin tapað „Skekkjur geta orðið miklar og bara ein talning sem telur og það er kjördagur. Þetta snýst fyrst og fremst um sviptingar á fylgi. Og athyglisvert er að fylgi Sósíalista gufar upp eftir að hafa siglt sterkt inn í kosningarnar,“ sagði Daði Már og vildi, með fullri virðingu, meina að Sósíalistar hafi ekki verið „varfærnir í yfirlýsingum“. Og Daði Már taldi að svo virðist sem að það fylgi sem mældist hjá Sósíalistum hafi færst yfir á Flokk fólksins. Skelegg kosningabarátta Gunnars Smára og Sósíalistaflokksins er helst talin hafa gagnast Ingu Sæland.vísir/vilhelm Daði Már vildi meina að breytingaröflin öll hafi tapað nema Viðreisn og það megi hafa til marks um áhugaleysi þjóðarinnar á breytingum. Guðrún taldi þetta ekki standast, lífið væri síbreytilegt og allt breytingum háð. „En mér finnst ég hafa skynjað það í gegnum kosningabaráttuna að fólk vildi pólitískan stöðugleika. Og allt tal um að hér væri allt á vonarvöl og þau kerfi sem við byggjum velferð okkar á væru að hruni komin, þjóðin hafnaði því,“ sagði Guðrún. Drengileg framganga Gunnars Smára í garð Ingu Daði Már bætti því þá við, sem hann hafði heyrt, að Gunnar Smári Egilsson leiðtogi Sósíalistaflokksins hafi „rekið mjög skelegga kosningabaráttu … fyrir Flokk fólksins“. Jakob Frímann Magnússon nýr þingmaður Flokks fólksins segir það rétt, Gunnar Smári hafi sýnt drengsskap og talað Ingu og hennar áherslur upp.Flokkur fólksins Í fjarfundabúnaði var einnig Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður, sem flaug inn á þing sem frambjóðandi Flokks fólksins sagði það rétt, Sósíalistar hafi rekið glæsilega kosningabaráttu. „Gunnar Smári sýndi drengskap í því að tala Ingu upp og hennar áherslur,“ sagi Jakob sem taldi að kjósendum hafi brugðið þegar hann fór að tala um að hrófla ætti við eignarrétti svo sem það að brjóta upp fyrirtæki. Eignarréttur væri stjórnarskrárvarinn og þá gæti nú ýmislegt farið af stað. Upptöku af umræðunum má sjá að neðan. Klippa: Sprengisandur - Guðrún, Daði Már, Ingibjörg og Jakob Frímann
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. 26. september 2021 10:31 Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Sjá meira
Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. 26. september 2021 10:31
Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15