Eiríkur Bergmann: Flokkur fólksins „á rífandi siglingu“ Þorgils Jónsson skrifar 25. september 2021 23:26 Inga Sæland og Flokkur fólksins hafa fengið fljúgandi start í fyrstu tölum kvöldsins. Miðað við fyrstu tölur er Flokkur fólksins að bæta verulega við sig. Eiríkur Bergmann segir flokkkinn á „rífandi siglingu“ og Ingu Sæland stefna í að verða eina af stærstu stjörnum stjórnmálanna. Miðað við fyrstu tölur og með þeim fyrirvörum sem fylgja, er Flokkur fólksins með 11,7% á landsvísu, og átta þingmenn. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í samtali við Heimi Má Pétursson á kosningavöku Stöðvar 2 að af þessum tölum að ráða væri flokkurinn, og Inga Sæland formaður hans, farinn að gera sig gildandi á stjórmálasviðinu. Heimir spurði hvor verið gæti að Flokkur fólksins gæti orðið lím í ríkisstjórn, hugsanlega bjargað Reykjavíkurmódelinu svokallaða með Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri Grænum. „Hafi fólk haft áhyggjur af því að Flokkur fólksins væri einhverskonar utangarðsmenn í íslenskum stjórnmálum sem væru ekki taldir stjórntækir, hefur Inga Sæland afsannað það á þessu kjörtímabili með framgöngu sinni,“ sagði Eiríkur. „Og ef fram fer sem horfir er hún orðin ein af stærstu stjörnum íslenskra stjórnmála.“ Hann bætti því við að Inga virtist eiga gott samstarf við aðra stjórnmálaleiðtoga. „Hún er enginn utangarðsmaður.“ Klippa: Inga Sæland í gleðivímu: Ég er komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra Inga sagðist sjálf bjartsýn á niðurstöður kosninganna, í samtali við fréttastofu á kosningavöku Flokks fólksins í Grafarvogskirkju. „Mér líður bara yndislega, ég vaknaði með spennufiðring í maganum í morgun og hann er búinn að haldast allan daginn. Ég segi bara að bjartsýni og bros ríki hér í herbúðum Flokks fólksins,“ sagði Inga fyrir stuttu. Hún segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr undanfarið. „Alveg ótrúlegum, þetta er alveg gjörólíkt því sem var fyrir fjórum árum síðan. Það er engu líoku saman að jafna. Þannig að við getum ekki annað en verið bjartsýn og við bíðum bara alveg ótrúlega spennt.“ Gríðarleg fylgisaukning hefur verið hjá flokknum undanfarna daga. Hvað heldur Inga að skýri þá aukningu? „Ég held bara að við séum að ná í gegn og fólk skilji það að við meinum það sem við segjum og kannski líka hugsanlega hafa kynnt sér störfin okkar í þinginu því við erum að leggja þau í dóm kjósenda.“ Klippa: Inga Sæland: Ég er í skýjunum Alþingi Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Miðað við fyrstu tölur og með þeim fyrirvörum sem fylgja, er Flokkur fólksins með 11,7% á landsvísu, og átta þingmenn. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í samtali við Heimi Má Pétursson á kosningavöku Stöðvar 2 að af þessum tölum að ráða væri flokkurinn, og Inga Sæland formaður hans, farinn að gera sig gildandi á stjórmálasviðinu. Heimir spurði hvor verið gæti að Flokkur fólksins gæti orðið lím í ríkisstjórn, hugsanlega bjargað Reykjavíkurmódelinu svokallaða með Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri Grænum. „Hafi fólk haft áhyggjur af því að Flokkur fólksins væri einhverskonar utangarðsmenn í íslenskum stjórnmálum sem væru ekki taldir stjórntækir, hefur Inga Sæland afsannað það á þessu kjörtímabili með framgöngu sinni,“ sagði Eiríkur. „Og ef fram fer sem horfir er hún orðin ein af stærstu stjörnum íslenskra stjórnmála.“ Hann bætti því við að Inga virtist eiga gott samstarf við aðra stjórnmálaleiðtoga. „Hún er enginn utangarðsmaður.“ Klippa: Inga Sæland í gleðivímu: Ég er komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra Inga sagðist sjálf bjartsýn á niðurstöður kosninganna, í samtali við fréttastofu á kosningavöku Flokks fólksins í Grafarvogskirkju. „Mér líður bara yndislega, ég vaknaði með spennufiðring í maganum í morgun og hann er búinn að haldast allan daginn. Ég segi bara að bjartsýni og bros ríki hér í herbúðum Flokks fólksins,“ sagði Inga fyrir stuttu. Hún segist hafa fundið fyrir miklum meðbyr undanfarið. „Alveg ótrúlegum, þetta er alveg gjörólíkt því sem var fyrir fjórum árum síðan. Það er engu líoku saman að jafna. Þannig að við getum ekki annað en verið bjartsýn og við bíðum bara alveg ótrúlega spennt.“ Gríðarleg fylgisaukning hefur verið hjá flokknum undanfarna daga. Hvað heldur Inga að skýri þá aukningu? „Ég held bara að við séum að ná í gegn og fólk skilji það að við meinum það sem við segjum og kannski líka hugsanlega hafa kynnt sér störfin okkar í þinginu því við erum að leggja þau í dóm kjósenda.“ Klippa: Inga Sæland: Ég er í skýjunum
Alþingi Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira