Aldrei fleiri kosið utankjörfundar í óvenjulegum kosningum Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2021 12:04 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Smáralind. Vísir/vilhelm Aldrei hafa fleiri kosið utankjörfundar í alþingiskosningum en að þessu sinni. Í morgun höfðu 42.635 greitt atkvæði utankjörfundar á landsvísu, þar af tæplega 30 þúsund í Reykjavík. Yfirkjörstjórnir leggja nú lokahönd á undirbúning fyrir kjördag á morgun en kosningarnar í ár eru um margt óvenjulegar. Flestir kjörstaðir verða opnaðir klukkan níu í fyrramálið og verður í flestum tilfellum lokað klukkan tíu um kvöldið. Landsmenn geta flett upp hvar þeir skuli kjósa á vef Þjóðskrár með því að slá inn kennitölu sína í þar til gerðum reit. 1.282 eru í framboði í ár fyrir ellefu flokka og á kjörskrá eru tæplega 255 þúsund manns. Kjörstjórnir landsins hafa staðið í ströngu undanfarna daga við undirbúning. Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar á Suðurlandi.Aðsend Þórir Haraldsson formaður yfirkjörstjórnar á Suðurlandi segir hátt í þrjú hundruð manns hafa komið að framkvæmdinni í ár. „Hér eru kjörstjórnir úti í kjördeildunum í sveitarfélögunum sem eru margreyndar í framkvæmd kosninga og þær eru klárar í slaginn. Við í yfirkjörstjórn höfum verið að undirbúa þetta okkar megin, þannig að þetta lítur allt saman bara vel út,“ segir Þórir. Þórir hefur komið að framkvæmd kosninga í um 25 ár. Hann segir kosningarnar í ár um margt frábrugðnar öðrum kosningum, einkum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Kjósendum í sóttkví eða einangrun er heimilt að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstöðum. „Það hefur áhrif á undirbúning kosninganna alveg frá því að kosningalögunum var breytt á Alþingi. Til viðbótar við þetta koma álitamál um hvernig kjósendur geta gert fullnægjandi grein fyrir sér, nú eru komin stafræn skilríki sem þarf þá að staðreyna á kjörstað þannig að það er ýmislegt sem kemur nýtt upp á í þessum kosningum.“ Þórir væntir þess að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi verði kynntar um ellefuleytið, fljótlega eftir að kjörstöðum er lokað. Löng kosninganótt er þó líklega framundan; slæm veðurspá og sögulegur fjöldi utankjörfundaratkvæða, sem talin eru síðast, gætu hægt verulega á talningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Flestir kjörstaðir verða opnaðir klukkan níu í fyrramálið og verður í flestum tilfellum lokað klukkan tíu um kvöldið. Landsmenn geta flett upp hvar þeir skuli kjósa á vef Þjóðskrár með því að slá inn kennitölu sína í þar til gerðum reit. 1.282 eru í framboði í ár fyrir ellefu flokka og á kjörskrá eru tæplega 255 þúsund manns. Kjörstjórnir landsins hafa staðið í ströngu undanfarna daga við undirbúning. Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar á Suðurlandi.Aðsend Þórir Haraldsson formaður yfirkjörstjórnar á Suðurlandi segir hátt í þrjú hundruð manns hafa komið að framkvæmdinni í ár. „Hér eru kjörstjórnir úti í kjördeildunum í sveitarfélögunum sem eru margreyndar í framkvæmd kosninga og þær eru klárar í slaginn. Við í yfirkjörstjórn höfum verið að undirbúa þetta okkar megin, þannig að þetta lítur allt saman bara vel út,“ segir Þórir. Þórir hefur komið að framkvæmd kosninga í um 25 ár. Hann segir kosningarnar í ár um margt frábrugðnar öðrum kosningum, einkum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Kjósendum í sóttkví eða einangrun er heimilt að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstöðum. „Það hefur áhrif á undirbúning kosninganna alveg frá því að kosningalögunum var breytt á Alþingi. Til viðbótar við þetta koma álitamál um hvernig kjósendur geta gert fullnægjandi grein fyrir sér, nú eru komin stafræn skilríki sem þarf þá að staðreyna á kjörstað þannig að það er ýmislegt sem kemur nýtt upp á í þessum kosningum.“ Þórir væntir þess að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi verði kynntar um ellefuleytið, fljótlega eftir að kjörstöðum er lokað. Löng kosninganótt er þó líklega framundan; slæm veðurspá og sögulegur fjöldi utankjörfundaratkvæða, sem talin eru síðast, gætu hægt verulega á talningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira