Innlent

Heilmikil dramatík í aðdraganda síðustu kosninga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það dró til tíðinda í nóvember 2017 þegar Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur náðu saman um myndun ríkisstjórnar.
Það dró til tíðinda í nóvember 2017 þegar Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur náðu saman um myndun ríkisstjórnar. Vísir

Gengið verður til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september. Í framhaldinu munu flokkarnir þreifa hver á öðrum varðandi myndun ríkisstjórnar. Það er sannarlega ekki alltaf auðvelt og var það sannarlega ekki fyrir fjórum árum.

Að neðan má sjá upprifjun á dramatíkinni sem segja má að hafi byrjað með fjölmiðlaumfjöllun um Panamaskjölin og afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem forsætisráðherra árið 2016.

Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn mynduðu ríkisstjórn í ársbyrjun 2017. Sú stjórn lifði ekki lengi því Björt framtíð sleit samstarfinu í september og taldi formann Sjálfstæðisflokksins hafa gert sig sekan um trúnaðarbrest.

Klippa: Svona var dramatíkin 2016 og 2017


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.