Bannað að selja áfengi eftir miðnætti á kosningavökum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. september 2021 11:51 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, hvetur alla til að fara varlega um helgina. Engar undanþágur á samkomutakmörkunum verða veittar fyrir kosningavökur stjórnmálaflokkanna. Gestir þeirra geta því ekki neytt áfengis eftir miðnætti nema þeir mæti með það sjálfir eða fái það gefins frá flokkunum. Litið verður á kosningavökurnar næsta laugardag sem einkasamkvæmi. Því verður 500 manna fjöldatakmark á þeim og bannað að hleypa inn nýjum gestum eftir miðnætti, líkt og á skemmtistöðum. „Og eins ef að menn eru að nota staði sem eru með vínveitingaleyfi, þá má ekki vera með vínveitingar samkvæmt því leyfi eftir miðnætti," segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Eins og brúðkaup eða afmæli Partíin eru auðvitað ekki beint hugsuð til að klárast snemma heldur er tilgangur þeirra einmitt að fylgjast með nýjustu tölum langt inn í nóttina. Í gegn um tíðina hafa þetta þá ekki verið miklar bindindissamkomur. En hvað gera flokkarnir þá þegar ekki má selja áfengi eftir miðnætti? Má gefa það í staðinn? „Já, já, bara eins og þú gerir í brúðkaupi eða afmæli eða slíku að þá máttu náttúrulega veita, eða gefa gestum þínum áfengi. Það er heimilt," segir Víðir. Hefur áhyggjur af hópamyndunum Búast má við miklum hópamyndunum um helgina, jafnvel þeim mestu síðan í sumar þegar engin fjöldatakmörk voru í gildi. Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu? „Já, það er auðvitað einhver ástæða til þess. En við bara hvetjum fólk til að fara varlega, þetta snýst náttúrulega fyrst og fremst um okkar persónulegu hegðun," segir Víðir. „Og síðan auðvitað geta menn nýtt sér hraðpróf til þess að taka stöðuna á sér til að athuga hvort menn séu með eitthvað og auðvitað ef að menn eru með einkenni að vera ekki að mæta í svona samkomur." Alþingiskosningar 2021 Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Næturlíf Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Litið verður á kosningavökurnar næsta laugardag sem einkasamkvæmi. Því verður 500 manna fjöldatakmark á þeim og bannað að hleypa inn nýjum gestum eftir miðnætti, líkt og á skemmtistöðum. „Og eins ef að menn eru að nota staði sem eru með vínveitingaleyfi, þá má ekki vera með vínveitingar samkvæmt því leyfi eftir miðnætti," segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Eins og brúðkaup eða afmæli Partíin eru auðvitað ekki beint hugsuð til að klárast snemma heldur er tilgangur þeirra einmitt að fylgjast með nýjustu tölum langt inn í nóttina. Í gegn um tíðina hafa þetta þá ekki verið miklar bindindissamkomur. En hvað gera flokkarnir þá þegar ekki má selja áfengi eftir miðnætti? Má gefa það í staðinn? „Já, já, bara eins og þú gerir í brúðkaupi eða afmæli eða slíku að þá máttu náttúrulega veita, eða gefa gestum þínum áfengi. Það er heimilt," segir Víðir. Hefur áhyggjur af hópamyndunum Búast má við miklum hópamyndunum um helgina, jafnvel þeim mestu síðan í sumar þegar engin fjöldatakmörk voru í gildi. Er ástæða til að hafa áhyggjur af þessu? „Já, það er auðvitað einhver ástæða til þess. En við bara hvetjum fólk til að fara varlega, þetta snýst náttúrulega fyrst og fremst um okkar persónulegu hegðun," segir Víðir. „Og síðan auðvitað geta menn nýtt sér hraðpróf til þess að taka stöðuna á sér til að athuga hvort menn séu með eitthvað og auðvitað ef að menn eru með einkenni að vera ekki að mæta í svona samkomur."
Alþingiskosningar 2021 Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Næturlíf Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira