Katrín fagnar fullyrðingu Ratcliffe og skýtur á stjórnarandstöðuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2021 13:39 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að jarðir landsins safnist ekki á of fáar hendur. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því á Facebook að breski auðkýfingurinn Jim Ratclifee ætli ekki að kaupa fleiri jarðir hér á landi. Það sé til marks um að stefna hennar í jarðarmálum hafi skilað árangri. Þar hafi markmiðið verði að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun lands á fárra hendur. Ratcliffe hefur undanfarin ár fest kaup á jörðum og veiðiréttindum á Norðausturlandi. Þær jarðir sem Ratcliffe á hlut í nú þegar eru ríflega 100 þúsund hektarar, eða um 1 prósent af öllu landsvæði Íslands. Hann segist hafa keypt sína síðustu íslensku jörð. „Nei, ég mun ekki kaupa meira land því að Íslendingar eru auðvitað búnir að breyta lögum sínum núna. Ég ætla ekki að brjóta lögin og ég vil ekki gera Íslendinga ósátta. Ég hef alls engan áhuga á því," sagði Ratcliffe við fréttastofu í gær. Þar vísar hann í lög um eignarráð og nýtingu fasteigna sem samþykkt voru á Alþingi sumarið 2020. Í lögunum má finna ákvæði um að afsali verði ekki þinglýst nema kaupverð eignar sé gefið upp. Sömuleiðis á að setja á fót landeignaskrá hvar nálgast má upplýsingar um eigendur lands án endurgjalds. Markmiðið var yfirsýn fyrir stjórnvöld og almenning hver ætti jarðir landsins. Katrín fagnar tíðindum gærdagsins. „Þetta er til marks um það að stefna mín í jarðamálum hefur skilað árangri en markmiðið var að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun lands á fárra hendur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í færslu á Facebook. Hún finnur að því að enginn í stjórnarandstöðunni hafi stutt frumvarp hennar. „Merkilegt nokk þá treysti sér enginn úr stjórnarandstöðunni til að styðja frumvarp mitt um breytingar á jarðalögum - sem varð samt að lögum sem betur fer. Það fjallaði í grunninn um að tryggja réttláta auðlindanýtingu og að enginn einn aðili eða aðilar honum tengdir gætu náð yfirráðum yfir of miklu landi. Það er áhugaverð staðreynd.“ Jarðakaup útlendinga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35 Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag er ætlað að skýra reglur og takmarkanir á jarðakaupum. Einnig er kveðið á um skráningu upplýsinga um kaupverð og eigendur. 2. apríl 2020 13:56 Frumvarp á að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fárra hendur Koma á í veg fyrir að stór hluti jarða í landinu safnist á fáar hendur með frumvarpi um jarðakaup sem verður kynnt í vikunni. Forsætisráðherra segir ekki verða hægt að fara í kringum reglurnar með kennitölukrúsídúllum. 9. febrúar 2020 13:01 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
Ratcliffe hefur undanfarin ár fest kaup á jörðum og veiðiréttindum á Norðausturlandi. Þær jarðir sem Ratcliffe á hlut í nú þegar eru ríflega 100 þúsund hektarar, eða um 1 prósent af öllu landsvæði Íslands. Hann segist hafa keypt sína síðustu íslensku jörð. „Nei, ég mun ekki kaupa meira land því að Íslendingar eru auðvitað búnir að breyta lögum sínum núna. Ég ætla ekki að brjóta lögin og ég vil ekki gera Íslendinga ósátta. Ég hef alls engan áhuga á því," sagði Ratcliffe við fréttastofu í gær. Þar vísar hann í lög um eignarráð og nýtingu fasteigna sem samþykkt voru á Alþingi sumarið 2020. Í lögunum má finna ákvæði um að afsali verði ekki þinglýst nema kaupverð eignar sé gefið upp. Sömuleiðis á að setja á fót landeignaskrá hvar nálgast má upplýsingar um eigendur lands án endurgjalds. Markmiðið var yfirsýn fyrir stjórnvöld og almenning hver ætti jarðir landsins. Katrín fagnar tíðindum gærdagsins. „Þetta er til marks um það að stefna mín í jarðamálum hefur skilað árangri en markmiðið var að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun lands á fárra hendur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í færslu á Facebook. Hún finnur að því að enginn í stjórnarandstöðunni hafi stutt frumvarp hennar. „Merkilegt nokk þá treysti sér enginn úr stjórnarandstöðunni til að styðja frumvarp mitt um breytingar á jarðalögum - sem varð samt að lögum sem betur fer. Það fjallaði í grunninn um að tryggja réttláta auðlindanýtingu og að enginn einn aðili eða aðilar honum tengdir gætu náð yfirráðum yfir of miklu landi. Það er áhugaverð staðreynd.“
Jarðakaup útlendinga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35 Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag er ætlað að skýra reglur og takmarkanir á jarðakaupum. Einnig er kveðið á um skráningu upplýsinga um kaupverð og eigendur. 2. apríl 2020 13:56 Frumvarp á að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fárra hendur Koma á í veg fyrir að stór hluti jarða í landinu safnist á fáar hendur með frumvarpi um jarðakaup sem verður kynnt í vikunni. Forsætisráðherra segir ekki verða hægt að fara í kringum reglurnar með kennitölukrúsídúllum. 9. febrúar 2020 13:01 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35
Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag er ætlað að skýra reglur og takmarkanir á jarðakaupum. Einnig er kveðið á um skráningu upplýsinga um kaupverð og eigendur. 2. apríl 2020 13:56
Frumvarp á að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fárra hendur Koma á í veg fyrir að stór hluti jarða í landinu safnist á fáar hendur með frumvarpi um jarðakaup sem verður kynnt í vikunni. Forsætisráðherra segir ekki verða hægt að fara í kringum reglurnar með kennitölukrúsídúllum. 9. febrúar 2020 13:01