Örlagarík frammistaða Ingu Sæland kvöldið fyrir kosningar Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. september 2021 12:00 Inga Sæland beygði af í kappræðum leiðtoganna á RÚV kvöldið fyrir kosningar. Hafsteinn telur frammistöðu hennar hafa skipt sköpum fyrir stuðning við Flokk fólksins í kosningunum. Skoðanakannanir fyrir alþingiskosningar 2016 og 2017 vanmátu Sjálfstæðisflokkinn og Flokk fólksins - en fylgi Pírata og Samfylkingarinnar reyndist ofmetið. Þetta sýnir samanburður doktorsnema í félagstölfræði. Miklar fylgisbreytingar geti orðið síðustu viku kosningabaráttunnar - frammistaða í sjónvarpi kvöldið fyrir kosningar geti jafnvel skipt sköpum. Hafsteinn Einarsson doktorsnemi í félagstölfræði við Manchester-háskóla bar á dögunum saman niðurstöður síðustu skoðanakannana fyrir alþingiskosningar 2016 og 17 við niðurstöður kosninganna sjálfra. Í ljós kom að kannanir muni spá nokkurn veginn rétt fyrir um fylgi flestra flokka - en skekkju sé að vænta hjá einstaka flokkum. Píratar voru þannig ofmetnir um næstum 5 prósent 2016 en Sjálfstæðisflokkurinn vanmetinn um 3 prósent. „Svo 2017 þá er það Flokkur fólksins, hann var vanmetinn dálítið mikið, 2,5 prósent sirka, Fjálfstæðisflokkur og Framsókn 2 prósent en á móti voru vinstri flokkarnir, Samfylking og Vinstri grænir, ofmetin aðeins,“ segir Hafsteinn. Ýmislegt geti skýrt þetta; ungt fólk sem líklegra er til að kjósa til vinstri mæti síður á kjörstað. Þá geti hrein tilviljun geti einnig ráðið niðurstöðum, eða að eitthvað gerist eftir að könnunum ljúki. Hátt hlutfall Íslendinga ákveði ekki hvað skuli kjósa fyrr en á kjördag. „Ég er til dæmis alveg sannfærður um það að 2017 þá átti frammistaða Ingu Sæland í lokasjónvarpsþættinum, hún jók fylgi hennar,“ segir Hafsteinn og vísar þar til eftirminnilegra leiðtogakappræðna 27. október 2017, kvöldið fyrir kosningar, þegar Inga beygði af í beinni útsendingu. Þó að kosningabaráttan í ár hafi verið stöðugri en í síðustu kosningum kæmi það Hafsteini ekki á óvart að fylgi flokkanna breytist alveg fram á kjördag. En hvaða flokkar heldur Hafsteinn að standi uppi sem sigurvegarar þegar talið hefur verið uppi úr kjörkössunum? „Það hefur aðeins verið að gefa eftir fylgi ríksstjórnarinnar síðustu daga en við skulum alls ekki afskrifa það að þau sæki í sig veðrið og haldi meirihluta á lokametrunum. En hver vinnur, það er ómögulegt að spá fyrir um það,“ segir Hafsteinn. Samanburð Hafsteins má nálgast í heild hér. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Hafsteinn Einarsson doktorsnemi í félagstölfræði við Manchester-háskóla bar á dögunum saman niðurstöður síðustu skoðanakannana fyrir alþingiskosningar 2016 og 17 við niðurstöður kosninganna sjálfra. Í ljós kom að kannanir muni spá nokkurn veginn rétt fyrir um fylgi flestra flokka - en skekkju sé að vænta hjá einstaka flokkum. Píratar voru þannig ofmetnir um næstum 5 prósent 2016 en Sjálfstæðisflokkurinn vanmetinn um 3 prósent. „Svo 2017 þá er það Flokkur fólksins, hann var vanmetinn dálítið mikið, 2,5 prósent sirka, Fjálfstæðisflokkur og Framsókn 2 prósent en á móti voru vinstri flokkarnir, Samfylking og Vinstri grænir, ofmetin aðeins,“ segir Hafsteinn. Ýmislegt geti skýrt þetta; ungt fólk sem líklegra er til að kjósa til vinstri mæti síður á kjörstað. Þá geti hrein tilviljun geti einnig ráðið niðurstöðum, eða að eitthvað gerist eftir að könnunum ljúki. Hátt hlutfall Íslendinga ákveði ekki hvað skuli kjósa fyrr en á kjördag. „Ég er til dæmis alveg sannfærður um það að 2017 þá átti frammistaða Ingu Sæland í lokasjónvarpsþættinum, hún jók fylgi hennar,“ segir Hafsteinn og vísar þar til eftirminnilegra leiðtogakappræðna 27. október 2017, kvöldið fyrir kosningar, þegar Inga beygði af í beinni útsendingu. Þó að kosningabaráttan í ár hafi verið stöðugri en í síðustu kosningum kæmi það Hafsteini ekki á óvart að fylgi flokkanna breytist alveg fram á kjördag. En hvaða flokkar heldur Hafsteinn að standi uppi sem sigurvegarar þegar talið hefur verið uppi úr kjörkössunum? „Það hefur aðeins verið að gefa eftir fylgi ríksstjórnarinnar síðustu daga en við skulum alls ekki afskrifa það að þau sæki í sig veðrið og haldi meirihluta á lokametrunum. En hver vinnur, það er ómögulegt að spá fyrir um það,“ segir Hafsteinn. Samanburð Hafsteins má nálgast í heild hér.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira