Iðnó verður hús fólksins: Opið frá morgni til kvölds alla daga Snorri Másson skrifar 16. september 2021 20:30 Finni á Prikinu er að taka við Iðnó og töluverðar breytingar eru fram undan. Stöð 2 Iðnó verður opnað aftur á laugardaginn eftir eins og hálfs árs lokun. Í fyrsta sinn í langan tíma mega borgarbúar búast við að dyrnar standi þeim opnar frá morgni til kvölds. Og forsalurinn hefur verið tekinn í gegn, að því marki sem hrófla má við heilögu innra byrði þessa sögulega húss. Croissant og kaffi á morgnana, hádegisverður á viðeigandi tíma dags og vínglas yfir lambaskanka eða laxi, jafnvel við óskipulagt undirspil innan úr stóra salnum þar sem alls konar hópar eru við æfingar á ólíkum tímum vikunnar, allt frá hljómsveitum og danshópum til kóra og leikhópa. Eftir sem áður eru hvers kyns viðburðir í stóra salnum helsta pælingin í húsnæðinu, en það á þó héðan í frá ekki að skyggja á að fólk njóti sín í öðrum rýmum hússins á meðan. Á þessa leið eru hugmyndir nýrra rekstraraðila Iðnó, sem tóku við rekstrinum eftir útboð hjá Reykjavíkurborg fyrir skemmstu. Einn umsvifamesti veitingamaður landsins, Guðfinnur Karlsson eða Finni á Prikinu, fer fyrir hópnum og vill laða venjulegt fólk að Iðnó. „Þetta er ekki bara Alþingishúsið sem labbar hérna inn. Þetta er hús fólksins og verður það aldrei meira en núna,“ segir Finni. Iðnó er byggt árið 1897 og hefur gegnt mikilvægu hlutverki í menningarlífi borgarinnar allar götur síðan. Það mælist vanalega ekki sérlega vel fyrir ef of róttækar breytingar eru gerðar á svo sögulegum stöðum, en einhverjar framkvæmdir hafa þó staðið yfir. „Það má ekki breyta neinu hérna. Breytingar eru stórt orð. Ég held að betrumbætingar sé kannski frekar orðið sem við ættum að nota. Við fórum ekki inn í salinn og breyttum honum í hauskúpusal,“ segir Finni. Þannig hefur dúkur verið tekinn af gólfinu, sem svipti hulunni af gömlu og fallegu parketi, veggirnir málaðir og afgreiðsluborði komið fyrir á nýjum stað. Það er allt að verða tilbúið og ballið byrjar strax á laugardaginn. Það varir svo um ókomna tíð. Menning Næturlíf Reykjavík Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Croissant og kaffi á morgnana, hádegisverður á viðeigandi tíma dags og vínglas yfir lambaskanka eða laxi, jafnvel við óskipulagt undirspil innan úr stóra salnum þar sem alls konar hópar eru við æfingar á ólíkum tímum vikunnar, allt frá hljómsveitum og danshópum til kóra og leikhópa. Eftir sem áður eru hvers kyns viðburðir í stóra salnum helsta pælingin í húsnæðinu, en það á þó héðan í frá ekki að skyggja á að fólk njóti sín í öðrum rýmum hússins á meðan. Á þessa leið eru hugmyndir nýrra rekstraraðila Iðnó, sem tóku við rekstrinum eftir útboð hjá Reykjavíkurborg fyrir skemmstu. Einn umsvifamesti veitingamaður landsins, Guðfinnur Karlsson eða Finni á Prikinu, fer fyrir hópnum og vill laða venjulegt fólk að Iðnó. „Þetta er ekki bara Alþingishúsið sem labbar hérna inn. Þetta er hús fólksins og verður það aldrei meira en núna,“ segir Finni. Iðnó er byggt árið 1897 og hefur gegnt mikilvægu hlutverki í menningarlífi borgarinnar allar götur síðan. Það mælist vanalega ekki sérlega vel fyrir ef of róttækar breytingar eru gerðar á svo sögulegum stöðum, en einhverjar framkvæmdir hafa þó staðið yfir. „Það má ekki breyta neinu hérna. Breytingar eru stórt orð. Ég held að betrumbætingar sé kannski frekar orðið sem við ættum að nota. Við fórum ekki inn í salinn og breyttum honum í hauskúpusal,“ segir Finni. Þannig hefur dúkur verið tekinn af gólfinu, sem svipti hulunni af gömlu og fallegu parketi, veggirnir málaðir og afgreiðsluborði komið fyrir á nýjum stað. Það er allt að verða tilbúið og ballið byrjar strax á laugardaginn. Það varir svo um ókomna tíð.
Menning Næturlíf Reykjavík Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira