Innlent

Far­sóttar­húsinu í Foss­hótel Reykja­vík lokað

Þorgils Jónsson skrifar
Farsóttarhúsinu í Fosshótel Reykjavík  var lokað í dag. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins, segir að nú gisti 71 einstaklingur þau þrjú farsóttarhús sem eftir standi.
Farsóttarhúsinu í Fosshótel Reykjavík  var lokað í dag. Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins, segir að nú gisti 71 einstaklingur þau þrjú farsóttarhús sem eftir standi. Stöð 2/Egill

Farsóttarhúsinu í Fosshótel Reykjavík var lokað í dag, en þar gistu um og yfir 300 manns þegar mest lét. Þetta staðfestir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í samtali við Vísi.

„Þarna vorum við með 320 herbergi og hótelið var fullt hjá okkur nánast allan tímann á meðan við vorum að taka á móti fólki erlendis frá í skimunarsóttkví. Síðan breyttist það í farsóttarhús og þá voru þetta allt upp í 300 manns sem voru þar á hverjum tíma.“

Yfirstandandi Covid-bylgja hefur farið dvínandi upp á síðkastið og segir Gísli að nú gisti 71 einstaklingur þau þrjú farsóttarhús sem enn séu í rekstri, tvö í Reykjavík og eitt á Akureyri.

„Þetta er búin að vera svakaleg törn og hefur í raun staðið síðan við opnuðum fyrsta húsið í lok febrúar 2020,“ segir Gísli. Farsóttarhúsin hafi frá upphafi tekið á móti um það bil 10.000 einstaklingum og þar af um 2.500 sem voru í einangrun.

Um 200 manns hafi starfað að verkefninu á vegum Rauða krossins, en þegar mest lét voru fimm farsóttarhús starfrækt.

„En þessu er hvergi nærri lokið enn,“ segir Gylfi. „Við höfum opnað og lokað hótelum á þessum tíma og aldrei að vita hvenær þessi skratti skýtur upp kollinum aftur. Við erum ekki alveg komin fyrir vind ennþá, því miður. Þetta er ennþá heljarinnar verkefni.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×