Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Telma Tómasson segir kvöldfréttir klukkan 18:30.
Telma Tómasson segir kvöldfréttir klukkan 18:30.

Nýjar samkomutakmarkanir sem taka gildi á miðnætti leggjast misjafnlega í fólk. Hárgreiðslufólk skilur ekkert í því að þurfa áfram að bera grímur á meðan menntaskólanemar geta ekki beðið eftir að komast aftur á skólaböll.

Fjallað verður ítarlega um nýjar reglur og viðtökur við þeim í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Við rýnum í nýja könnun og heyrum í fulltrúum stjórnmálaflokka um niðurstöðurnar. Þá verðum við í beinni frá kjörstað í Smáralind en mun fleiri hafa kosið utankjörfundar nú en í síðustu kosningum.

Tvær íslenskar konur voru fluttar á gjörgæslu eftir að hafa slasast alvarlega þegar hluti af pálmatré féll fyrirvaralaust á þær á spænsku eyjunni Tenerife um helgina. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig verður farið ítarlega yfir réttarhöldin í Rauðagerðismálinu í dag og úrslit norsku þingkosninganna auk þess sem við kíkjum í berjamó á Vestfjörðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×