Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir segir kvöldfréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir segir kvöldfréttir í kvöld.

Von er á talsverðum afléttingum á nánast öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands. Fjallað verður tillögur í minnisblaði sóttvarnalæknis í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Réttarhöld í Rauðagerðismálinu svokallaða hófust í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Birgir Olgeirsson fylgdist með skýrslutökum í dag og mun í kvöldfréttum fara ítarlega yfir það helsta sem þar kom fram.

Um áttatíu prósent fatlaðs fólks á erfitt með að ná endum saman og sama hlutfall þeirra hefur neitað sér um heilbrigðisþjónustu. Þetta er meðal niðurstaðna spurningakönnunar Vörðu fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum og rætt við formann Öryrkjabandalags Íslands í beinni útsetningdu.

Þá skoðum við nýjan útsýnispall á Bolafjalli, ræðum við veitingamenn sem hafa orðið fyrir barðinu á netþrjótum og heyrum í Bandaríkjamanni heldur úti kennslu í fornnorrænni tungu á Youtube.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.