Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður Birgir Olgeirsson skrifar 13. september 2021 14:08 Claudia í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. Claudia er ákærð fyrir samverknað en hún fékk fyrirmæli um að fylgjast með bifreiðum og senda Shpetim Qerimi, eins þeirra sem ákærðir eru í málinu, skilaboð í gegnum Messenger þegar önnur hvor bifreiðin yrði hreyfð. Varð Claudia við þessu, samkvæmt ákæru, og sendi skilaboðin þegar Armando ók frá Rauðarárstíg. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið.Vísir Claudia segist hafa kynnst Angjelin í júní árið 2020. Hún sagðist ekki hafa vitað hver ætti bílana sem hún átti að fylgjast með eða af hverju það skipti máli. „Það hvarflaði ekki að mér að spyrja af hverju. Ég geri yfirleitt það sem mér er sagt að gera, ég spyr ekki,“ sagði Claudia fyrir dómi. Átti að senda skilaboðin „Hæ sexy“ Claudia átti að senda skilaboðin „Hæ sexy“ ef önnur hvor bifreiðin yrði hreyfð sem hún gerði. Claudia sagðist hafa vitað af einhverjum erjum sem tengdust Antoni Kristni Þórarinssyni, eins þeirra sem var með stöðu sakbornings við rannsókn málsins, en Anton var ekki ákærður í málinu. Angjelin Sterkaj bar við fyrir dómi í morgun að Armando Beqirai og félagi hans hefðu farið fram á 25 milljónir hvor frá Anton Kristni. Angjelin hafi verið beðinn um að hafa milligöngu um það en Angjelin sagðist hafa neitað því. Upp úr því sköpuðust deilur milli Armando og Angjelin. Angjelin ræðir við lögmann sinn í morgun.Vísir Angjelin sagði Armando hafa hótað sér og fjölskyldu sinni ofbeldi. Boðað hafði verið til sáttafundar mánudaginn 15. febrúar að sögn Angjelin. Hann sagðist hins vegar hafa ætlað að reyna að ræða við Armando laugardagskvöldið 13. febrúar. Hafi hann óttast um líf sitt og þess vegna mætt vopnaður skammbyssu með hljóðdeyfi að heimili Armando þar sem hann skaut Armando níu sinnum. Kveðst hafa verið einn að verki Angjelin heldur því fram að hann hefði verið einn að verki og enginn hafi vitað um fyrirætlanir hans. Hvorki Shpetim, sem ók honum í Rauðagerði kvöldið örlagaríka, né Claudia, sem var beðin um að fylgjast með bifreið Armando. Claudia sagðist ekki hafa áttað sig á því fyrr en degi síðar hvað hefði gerst. Hún hefði séð fréttir af morðinu í Rauðagerði og séð Angjelin „eyðileggja skó“ sem voru með blóði á. „Ég spurði hann hvort hann hefði drepið Armando, því mér fannst allt vera að smella saman.“ Murat ræðir við verjanda sinn í dómssal.Vísir Claudia hafði meðal annars verið beðin um að fara með tösku til Reykjavíkur frá Borgarnesi sem innihélt byssuna sem Angjelin notaði við verknaðinn. Hún sagðist ekki hafa vitað að það væri byssa í töskunni. Eitthvað hart hafi verið í töskunni og hún svolítið þung, en hún hafi ekki vitað af byssu. Aðalmeðferðin heldur áfram í dag en næstir í skýrslutöku eru Shpetim Qerimi, sem ók Angjelin í Rauðagerði, og Murat Selivrada, sem er sakaður um að hafa bent Claudiu á bifreiðarnar sem hún átti að fylgjast með. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af Sjá meira
Claudia er ákærð fyrir samverknað en hún fékk fyrirmæli um að fylgjast með bifreiðum og senda Shpetim Qerimi, eins þeirra sem ákærðir eru í málinu, skilaboð í gegnum Messenger þegar önnur hvor bifreiðin yrði hreyfð. Varð Claudia við þessu, samkvæmt ákæru, og sendi skilaboðin þegar Armando ók frá Rauðarárstíg. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið.Vísir Claudia segist hafa kynnst Angjelin í júní árið 2020. Hún sagðist ekki hafa vitað hver ætti bílana sem hún átti að fylgjast með eða af hverju það skipti máli. „Það hvarflaði ekki að mér að spyrja af hverju. Ég geri yfirleitt það sem mér er sagt að gera, ég spyr ekki,“ sagði Claudia fyrir dómi. Átti að senda skilaboðin „Hæ sexy“ Claudia átti að senda skilaboðin „Hæ sexy“ ef önnur hvor bifreiðin yrði hreyfð sem hún gerði. Claudia sagðist hafa vitað af einhverjum erjum sem tengdust Antoni Kristni Þórarinssyni, eins þeirra sem var með stöðu sakbornings við rannsókn málsins, en Anton var ekki ákærður í málinu. Angjelin Sterkaj bar við fyrir dómi í morgun að Armando Beqirai og félagi hans hefðu farið fram á 25 milljónir hvor frá Anton Kristni. Angjelin hafi verið beðinn um að hafa milligöngu um það en Angjelin sagðist hafa neitað því. Upp úr því sköpuðust deilur milli Armando og Angjelin. Angjelin ræðir við lögmann sinn í morgun.Vísir Angjelin sagði Armando hafa hótað sér og fjölskyldu sinni ofbeldi. Boðað hafði verið til sáttafundar mánudaginn 15. febrúar að sögn Angjelin. Hann sagðist hins vegar hafa ætlað að reyna að ræða við Armando laugardagskvöldið 13. febrúar. Hafi hann óttast um líf sitt og þess vegna mætt vopnaður skammbyssu með hljóðdeyfi að heimili Armando þar sem hann skaut Armando níu sinnum. Kveðst hafa verið einn að verki Angjelin heldur því fram að hann hefði verið einn að verki og enginn hafi vitað um fyrirætlanir hans. Hvorki Shpetim, sem ók honum í Rauðagerði kvöldið örlagaríka, né Claudia, sem var beðin um að fylgjast með bifreið Armando. Claudia sagðist ekki hafa áttað sig á því fyrr en degi síðar hvað hefði gerst. Hún hefði séð fréttir af morðinu í Rauðagerði og séð Angjelin „eyðileggja skó“ sem voru með blóði á. „Ég spurði hann hvort hann hefði drepið Armando, því mér fannst allt vera að smella saman.“ Murat ræðir við verjanda sinn í dómssal.Vísir Claudia hafði meðal annars verið beðin um að fara með tösku til Reykjavíkur frá Borgarnesi sem innihélt byssuna sem Angjelin notaði við verknaðinn. Hún sagðist ekki hafa vitað að það væri byssa í töskunni. Eitthvað hart hafi verið í töskunni og hún svolítið þung, en hún hafi ekki vitað af byssu. Aðalmeðferðin heldur áfram í dag en næstir í skýrslutöku eru Shpetim Qerimi, sem ók Angjelin í Rauðagerði, og Murat Selivrada, sem er sakaður um að hafa bent Claudiu á bifreiðarnar sem hún átti að fylgjast með.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af Sjá meira
Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34