Innlent

Umhverfissráðherra friðlýsir Gerpissvæðið

Árni Sæberg skrifar
Viðstaddir undirskriftina voru auk ráðherra og sveitastjóra, fulltrúar sveitastjórnar og umhverfis- og skipulagsnefndar Fjarðabyggðar, ásamt starfsmönnum ráðuneytisins, Umhverfisstofnunar og sveitarfélagsins, og fulltrúum landeigenda.
Viðstaddir undirskriftina voru auk ráðherra og sveitastjóra, fulltrúar sveitastjórnar og umhverfis- og skipulagsnefndar Fjarðabyggðar, ásamt starfsmönnum ráðuneytisins, Umhverfisstofnunar og sveitarfélagsins, og fulltrúum landeigenda. Anna Berg Samúelsdóttir

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Gerpissvæðisins.

Í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu segir að Gerpissvæðið, sem er á milli Norðfjarðar og Reyðarfjarðar, hafi hátt verndargildi. 

Á svæðinu séu elstu jarðlög á Íslandi en þau eru um fjórtán milljón ára gömul. Þar séu meðal annars litrík líparíthraun sem eru á náttúruminjaskrá, og þykkt gjóskulag með plöntusteingervingum. Gerpissvæðið allt sé á náttúruminjaskrá.

Hátt verndargildi svæðisins byggi á mikilvægi jarðminja, landslags og menningarsögu. Innan svæðisins séu einnig stór svæði sem bera einkenni víðerna auk þess sem þar er að finna búsvæði sjaldgæfra plöntutegunda og fugla.

„Þetta er stór stund í sögu náttúruverndar á Íslandi“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. „Gerpissvæðið er stórbrotið svæði, með fugla- og plöntulífi, minjum og merku landslagi sem mikilvægt er að varðveita. Ég óska Austfirðingum og Íslendingum öllum til hamingju með þessa friðlýsingu, en með henni höfum við tekið ákvörðun um að vernda þetta svæði um ókomna tíð.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.