Bernardo Silva bjargaði meisturunum

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Pep Guardiola þjálfari Manchester City var sáttur í leikslok
Pep Guardiola þjálfari Manchester City var sáttur í leikslok EPA-EFE/ANDREW YATES

Það var ströggl hjá englandsmeisturunum í Manchester City þegar að liðið mætti Lecester City á útivelli. Bernardo Silva skoraði eina mark leiksins á 62. mínútu.

Fyrri hálfleikurinn var eftir eðlilegri forskrift. Manchester City meira með boltann og voru mun sterkari aðilinn án þess þó að ná að skora. Þétt vörn Leicester náði að koma liðinu inn í hálfleikinn í stöðunni 0-0.

Það var svo á 62. mínútu sem ísinn brotnaði. Cancelo átti þá fast skot fyrir utan teig sem hafði viðkomu í tveimur varnarmönnum og barst til Bernardo Silva sem skoraði með góðri afgreiðslu.

Lið Leicester reyndi eins og það gat að jafna metin í lokin en tókst samt sem áður ekkert að skapa sér nein dauðafæri. 0-1 niðurstaðan og Manchester City er með níu stig í næst efsta sætinu en Leicester er með sex stig eftir fjóra leikir.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.