Innlent

Óvissustig vegna landriss í Öskju

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fólk hefur um árabil farið í bað í Öskju á hálendinu.
Fólk hefur um árabil farið í bað í Öskju á hálendinu. Davide Cantelli

Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda.

Í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra segir að landrisið sé rúmlega 7 sentimetrar sem telst mikið á þessu tímabili.

Líklegasta skýringin sé að á 2-3 kílómetra dýpi sé kvika að safnast fyrir. Í næstu viku ætla Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans að efla mælingar og vöktun í Öskju til þess að fylgjast enn betur með hegðun eldstöðvarinnar.

Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila.


Tengdar fréttir

Fylgjast náið með Öskju og biðja ferðamenn að upplýsa um allt óvenjulegt

Almannavarnir fylgjast náið með landrisi og jarðskjálftavirkni í Öskju og biðja ferðamenn að láta vita, taki þeir eftir einhverju óvenjulegu á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þetta geta markað upphafið að langtímaferli sem endar með gosi, og telur ástæðu til að taka ástandið alvarlega.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.