Britney einu skrefi nær því að losna undan oki föður síns Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. september 2021 15:37 Jamie Spears, faðir söngkonunnar Britney Spears, hefur nú formlega látið af forræði sínu yfir henni. Getty/Isaac Brekken Faðir söngkonunnar Britney Spears hefur skilað inn nauðsynlegum skjölum til þess að hann láti af forræði yfir dóttur sinni. Söngkonan færist því skrefinu nær að losna undan valdi föður síns, sem hefur stjórnað lífi hennar og fjármálum síðustu þrettán ár. Britney hefur barist fyrir sjálfræði sínu að undanförnu og er því um stóran sigur að ræða fyrir poppprinsessuna heimsfrægu. Britney var svipt sjálfræði eftir að hún var nauðungarvistuð á geðdeild árið 2008 eftir að hafa fengið taugaáfall. Síðan þá hefur faðir söngkonunnar, James Spears , farið með mest völd yfir lífi hennar. Söngkonan hefur staðið í harðri baráttu fyrir því að fá stjórn á eigin lífi á nýjan leik. Síðastliðið ár sótti hún tvisvar um að faðir henni myndi láta af forræði yfir henni. Hún tjáði sig um frelsissviptinguna fyrir dómstólum í sumar þar sem hún greindi meðal annars frá því að hún hefði verið neydd til þess að vera á getnaðarvörn. „Ég hef logið því að öllum heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ sagði Britney við dómarann í dag. Hún sagðist hafa verið í afneitun og talið sér trú um að ef hún segði sjálfri sér nógu oft að henni liði vel færi henni að gera það. „Ég er í losti og áfalli. Ég er svo reið að það nær engri átt.“ Sjálfræðisbarátta hennar hefur vakið heimsathygli og aðdáendur víða um heim stutt söngkonuna á veraldarvefnum og efnt til mótmæla undir myllumerkinu #FreeBritney. Í síðasta mánuði bárust fréttir þess efnis að faðir hennar hefði tekið ákvörðun um að láta af forræðinu sökum linnulausra árása í sinn garð. Nú hefur hann skrifað undir pappíra þar sem hann lætur formlega af forræði yfir dóttur sinni en nú tekur við nokkur bið eftir að skjölin verði staðfest af dómstólum. „Ef fröken Spears vill endurheimta sjálfræðið og telur að hún geti ráðið við sitt eigið líf, telur herra Spears að hún eigi að fá tækifæri til þess,“ segir í dómskjölum. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Faðir Britney lætur af forræði sínu yfir fjármálum hennar Jamie Spears, faðir tónlistarkonunnar Britney Spears, hefur ákveðið að láta af forræði yfir fjármálum hennar. Söngkonan hefur barist fyrir því undanfarin ár að fá stjórn á eigin lífi á nýjan leik. 12. ágúst 2021 21:26 Britney Spears vill losna undan valdi föður síns strax Britney Spears er orðin leið á því að bíða eftir að losna undan valdi föður síns, Jamie Spears. Jamie hefur farið með forræði yfir fjármálum Britney um nokkurn tíma. 5. ágúst 2021 17:06 Britney vill kæra pabba sinn fyrir misnotkun Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær. 15. júlí 2021 11:23 Britney verður áfram á valdi föður síns Dómari í sjálfræðismáli söngkonunnar Britney Spears tilkynnti í gær að faðir hennar, Jamie Spears, verði áfram með fjárhagslegt vald yfir henni. Vika er síðan Britney flutti tilfinningaríka ræðu fyrir dómara í Los Angeles og var niðurstaðan kveðin upp í gær. 1. júlí 2021 11:34 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Britney var svipt sjálfræði eftir að hún var nauðungarvistuð á geðdeild árið 2008 eftir að hafa fengið taugaáfall. Síðan þá hefur faðir söngkonunnar, James Spears , farið með mest völd yfir lífi hennar. Söngkonan hefur staðið í harðri baráttu fyrir því að fá stjórn á eigin lífi á nýjan leik. Síðastliðið ár sótti hún tvisvar um að faðir henni myndi láta af forræði yfir henni. Hún tjáði sig um frelsissviptinguna fyrir dómstólum í sumar þar sem hún greindi meðal annars frá því að hún hefði verið neydd til þess að vera á getnaðarvörn. „Ég hef logið því að öllum heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ sagði Britney við dómarann í dag. Hún sagðist hafa verið í afneitun og talið sér trú um að ef hún segði sjálfri sér nógu oft að henni liði vel færi henni að gera það. „Ég er í losti og áfalli. Ég er svo reið að það nær engri átt.“ Sjálfræðisbarátta hennar hefur vakið heimsathygli og aðdáendur víða um heim stutt söngkonuna á veraldarvefnum og efnt til mótmæla undir myllumerkinu #FreeBritney. Í síðasta mánuði bárust fréttir þess efnis að faðir hennar hefði tekið ákvörðun um að láta af forræðinu sökum linnulausra árása í sinn garð. Nú hefur hann skrifað undir pappíra þar sem hann lætur formlega af forræði yfir dóttur sinni en nú tekur við nokkur bið eftir að skjölin verði staðfest af dómstólum. „Ef fröken Spears vill endurheimta sjálfræðið og telur að hún geti ráðið við sitt eigið líf, telur herra Spears að hún eigi að fá tækifæri til þess,“ segir í dómskjölum.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Faðir Britney lætur af forræði sínu yfir fjármálum hennar Jamie Spears, faðir tónlistarkonunnar Britney Spears, hefur ákveðið að láta af forræði yfir fjármálum hennar. Söngkonan hefur barist fyrir því undanfarin ár að fá stjórn á eigin lífi á nýjan leik. 12. ágúst 2021 21:26 Britney Spears vill losna undan valdi föður síns strax Britney Spears er orðin leið á því að bíða eftir að losna undan valdi föður síns, Jamie Spears. Jamie hefur farið með forræði yfir fjármálum Britney um nokkurn tíma. 5. ágúst 2021 17:06 Britney vill kæra pabba sinn fyrir misnotkun Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær. 15. júlí 2021 11:23 Britney verður áfram á valdi föður síns Dómari í sjálfræðismáli söngkonunnar Britney Spears tilkynnti í gær að faðir hennar, Jamie Spears, verði áfram með fjárhagslegt vald yfir henni. Vika er síðan Britney flutti tilfinningaríka ræðu fyrir dómara í Los Angeles og var niðurstaðan kveðin upp í gær. 1. júlí 2021 11:34 Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Faðir Britney lætur af forræði sínu yfir fjármálum hennar Jamie Spears, faðir tónlistarkonunnar Britney Spears, hefur ákveðið að láta af forræði yfir fjármálum hennar. Söngkonan hefur barist fyrir því undanfarin ár að fá stjórn á eigin lífi á nýjan leik. 12. ágúst 2021 21:26
Britney Spears vill losna undan valdi föður síns strax Britney Spears er orðin leið á því að bíða eftir að losna undan valdi föður síns, Jamie Spears. Jamie hefur farið með forræði yfir fjármálum Britney um nokkurn tíma. 5. ágúst 2021 17:06
Britney vill kæra pabba sinn fyrir misnotkun Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær. 15. júlí 2021 11:23
Britney verður áfram á valdi föður síns Dómari í sjálfræðismáli söngkonunnar Britney Spears tilkynnti í gær að faðir hennar, Jamie Spears, verði áfram með fjárhagslegt vald yfir henni. Vika er síðan Britney flutti tilfinningaríka ræðu fyrir dómara í Los Angeles og var niðurstaðan kveðin upp í gær. 1. júlí 2021 11:34