Þakkar lífsgæðum landsbyggðarinnar í túnfæti Reykjavíkur fyrir mikinn vöxt Tryggvi Páll Tryggvason og Birgir Olgeirsson skrifa 7. september 2021 22:17 Hveragerði vex og vex. Visir/Vilhelm Íbúum Hveragerðis hefur fjölgað um hátt í fimmtung á þremur árum og tvö hundruð íbúðir eru nú í byggingu til að mæta þeirri fjölgun. Bæjarstjórinn reiknar með að bæjarbúar verði orðnir fimm þúsund eftir tíu ár, en þeir voru 2.777 um áramótin síðustu. Þau sem aka þjóðveg 1 austur Hellisheiðina og niður Kambana hafa ef til vill tekið eftir því að Hveragerði stækkar nú ört, svo ört að byggingarland bæjarins nær nánast að veginum niður Kambana. Þar er nú verið að útbúa nýtt hverfi, sem hefur einmitt fengið heitið Kambaland. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, ræddi við Birgi Olgeirsson fréttamann um málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég held að eitt aðalatriðið sé það að hér býðst húsnæði á hagstæðari kjörum en á höfuðborgarsvæðinu. Það skiptir líka máli hér bjóðast fólki lífsgæði landsbyggðarinnar en samt í túnfæti Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Hér getum við notið náttúru, þeirra gæða sem að hún gefur og göngustíga og umhverfis, um leið og við getum sótt þjónustu til Reykjavíkur á þrjátíu mínútum,“ sagði Aldís. Eruð þið að sjá þessa þróun halda áfram og eruð þið að gera ráð fyrir henni á einhvern hátt? „Já, ég sé ekkert í kortunum annað en að þetta haldi áfram. Hér er verið að byggja mjög mikið. Bara þar sem við stöndum núna, í Kambalandinu, er verið að byggja um tvö hundruð íbúðir í dag. Við ætlum okkur að úthluta á næsta ári einum 150 í viðbót. Á öðrum stöðum í bæjarfélaginu eru einhverjar tvö hundruð íbúðir í farvatninu.“ Hver verður þá íbúafjöldi Hveragerðis eftir nokkur ár? „Núna um áramótin erum við að spá að það gæti farið yfir þrjú þúsund og á næstu tíu árum held ég að við förum yfir fimm þúsund.“ Hveragerði Skipulag Byggðamál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Þau sem aka þjóðveg 1 austur Hellisheiðina og niður Kambana hafa ef til vill tekið eftir því að Hveragerði stækkar nú ört, svo ört að byggingarland bæjarins nær nánast að veginum niður Kambana. Þar er nú verið að útbúa nýtt hverfi, sem hefur einmitt fengið heitið Kambaland. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, ræddi við Birgi Olgeirsson fréttamann um málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég held að eitt aðalatriðið sé það að hér býðst húsnæði á hagstæðari kjörum en á höfuðborgarsvæðinu. Það skiptir líka máli hér bjóðast fólki lífsgæði landsbyggðarinnar en samt í túnfæti Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Hér getum við notið náttúru, þeirra gæða sem að hún gefur og göngustíga og umhverfis, um leið og við getum sótt þjónustu til Reykjavíkur á þrjátíu mínútum,“ sagði Aldís. Eruð þið að sjá þessa þróun halda áfram og eruð þið að gera ráð fyrir henni á einhvern hátt? „Já, ég sé ekkert í kortunum annað en að þetta haldi áfram. Hér er verið að byggja mjög mikið. Bara þar sem við stöndum núna, í Kambalandinu, er verið að byggja um tvö hundruð íbúðir í dag. Við ætlum okkur að úthluta á næsta ári einum 150 í viðbót. Á öðrum stöðum í bæjarfélaginu eru einhverjar tvö hundruð íbúðir í farvatninu.“ Hver verður þá íbúafjöldi Hveragerðis eftir nokkur ár? „Núna um áramótin erum við að spá að það gæti farið yfir þrjú þúsund og á næstu tíu árum held ég að við förum yfir fimm þúsund.“
Hveragerði Skipulag Byggðamál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira