Innlent

Fallið frá tvöföldun vanrækslugjalds

Kjartan Kjartansson skrifar
Reglugerðin sem tók gildi í maí kvað á um tvöföldun vanrækslugjaldsins ef eigandi bifreiðar aðhefðist ekkert innan tveggja mánaða.
Reglugerðin sem tók gildi í maí kvað á um tvöföldun vanrækslugjaldsins ef eigandi bifreiðar aðhefðist ekkert innan tveggja mánaða. Vísir/Vilhelm

Ákvæði um tvöföldun svonefnds vanrækslugjalds óskoðaðra ökutækja hefur verið fellt úr reglugerð um skoðun ökutækja.Grunnfjárhæð gjaldsins verður óbreytt.

Vanrækslugjald vegna óskoðaðra ökutækja hækkaði úr 15.000 krónum í 20.000 með nýrri reglugerð sem tók gildi 1. maí. Sú nýlunda var í reglugerðinni að gjaldið tvöfaldaðist ef ökutæki væri ekki fært til skoðunar eða skráð úr umferð innan tveggja mánaða frá álagningu gjaldsins. Í tilfelli stærri ökutækja gat gjaldið þá numið 80.000 krónum. 

Fallið var frá hækkuninni með nýrri reglugerð sem var birt í Stjórnartíðindum í gær. Gjaldið hækkar ekki eftir því sem frá líður álagningunni.

Grunnfjárhæð vanrækslugjaldsins verður þannig 20.000 krónur vegna allra flokka ökutækja en 40.000 vegna fólksflutningabíla fyrir níu farþega eða fleiri, vöruflutningabíla eða aftanívagna yfir 3,5 tonnum, að því er segir í tilkynningu frá sýslumönnum.


Tengdar fréttir

Allt að 533 prósenta hækkun á van­rækslu­gjaldi

Þann 1. maí hækkaði grunnfjárhæð vanrækslugjalds vegna óskoðaðra ökutækja úr 15.000 í 20.000 krónur. Þá fer gjaldið í 40.000 krónur vegna fólksflutningabíla fyrir níu farþega eða fleiri, vöruflutningabíla eða aftanívagna yfir 3,5 tonn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×