Bjarni með pálmann í höndunum samkvæmt könnun Heimir Már Pétursson skrifar 7. september 2021 19:46 Samkvæmt könnun Maskínu gæti Bjarni Benediktsson boðið upp á þriggja flokka stjórn með Framsóknarflokki og Viðreisn ef Katrín Jakobsdóttir hugsar sér til hreyfings að loknum kosningu. Það yrði eina önnur þriggja flokka stjórnin í boði. Vísir/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins er með pálmann í höndunum við myndun nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Ríkisstjórnin héldi velli og Miðflokkurinn næði ekki inn manni. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig örlitlu fylgi í nýrri könnun Maskínu frá fyrri könnun í ágúst og mælist nú með 23,9 prósent. En vikmörkin í könnuninni eru að meðaltali í kringum eitt prósent. Vinstri græn dala um tæp tvö prósentustig og mælast nú með 12,5 prósent og Framsóknarflokkurinn fengi 11,5 prósent. Samfylkingin mælist með 12,3 prósent, Viðreisn 11,7 prósent, Píratar 11,2 prósent og Sósíalistaflokkurinn 7,9 prósent. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fengju hvor um sig 4,5 prósent. Stöð 2/Helgi Samkvæmt könnun Maskínu fengi Sjálfstæðisflokkurinn sautján þingmenn, Vinstri græn, Framsóknarflokkur, Samfylking, Viðreisn og Píratar fengju hver um sig átta þingmenn. Þar á eftir kæmi Sósíalistaflokkurinn með fimm og Flokkur fólksins næði inn einum kjördæmakjörnum þingmanni á Suðurlandi. Miðflokkurinn myndi hins vegar þurkast út af þingi. Ef þetta yrði niðurstaðan er komin upp forvitnileg staða við myndun nýrrar ríkisstjórnar og þar hefði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins öðrum fremur pálmann í höndunum. Núverandi ríkisstjórn flokksins með Vinstri grænum og Framsóknarflokki gæti starfað áfram með þrjátíu og þrjá þingmenn. Samfylkingin og Píratar hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og þar með þrengist um stjórnarmyndanir. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gæti vissulega tekið upp viðræður við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn um myndun fjögurra flokka ríkisstjórnar sem hefði þrjátíu og tvo þingmenn á bakvið sig. Hún gæti einnig fjölgað möguleikunum ef Framsókn kæmi í stað einhverra stjórnarandstöðuflokkanna þriggja, þannig að Framsókn kæmi í stað Pírata, Viðreisnar eða Samfylkingar. Allt yrðu þetta fjögurra flokka ríkisstjórnir og allar með þrjátíu og tvo þingmenn. Almennt telja flokksleiðtogar æskilegt að hafa eins fáa flokka í ríkisstjórn og hægt er. Þannig að ef Katrín hugsaði sér til hreyfings við þessar aðstæður gæti Bjarni boðið upp á þriggja flokka stjórn með Framsóknarflokki og Viðreisn sem hefði eins og núverandi stjórnarflokkar í könnuninni 33 þingmenn á bakvið sig. Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Fleiri fréttir Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig örlitlu fylgi í nýrri könnun Maskínu frá fyrri könnun í ágúst og mælist nú með 23,9 prósent. En vikmörkin í könnuninni eru að meðaltali í kringum eitt prósent. Vinstri græn dala um tæp tvö prósentustig og mælast nú með 12,5 prósent og Framsóknarflokkurinn fengi 11,5 prósent. Samfylkingin mælist með 12,3 prósent, Viðreisn 11,7 prósent, Píratar 11,2 prósent og Sósíalistaflokkurinn 7,9 prósent. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fengju hvor um sig 4,5 prósent. Stöð 2/Helgi Samkvæmt könnun Maskínu fengi Sjálfstæðisflokkurinn sautján þingmenn, Vinstri græn, Framsóknarflokkur, Samfylking, Viðreisn og Píratar fengju hver um sig átta þingmenn. Þar á eftir kæmi Sósíalistaflokkurinn með fimm og Flokkur fólksins næði inn einum kjördæmakjörnum þingmanni á Suðurlandi. Miðflokkurinn myndi hins vegar þurkast út af þingi. Ef þetta yrði niðurstaðan er komin upp forvitnileg staða við myndun nýrrar ríkisstjórnar og þar hefði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins öðrum fremur pálmann í höndunum. Núverandi ríkisstjórn flokksins með Vinstri grænum og Framsóknarflokki gæti starfað áfram með þrjátíu og þrjá þingmenn. Samfylkingin og Píratar hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og þar með þrengist um stjórnarmyndanir. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gæti vissulega tekið upp viðræður við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn um myndun fjögurra flokka ríkisstjórnar sem hefði þrjátíu og tvo þingmenn á bakvið sig. Hún gæti einnig fjölgað möguleikunum ef Framsókn kæmi í stað einhverra stjórnarandstöðuflokkanna þriggja, þannig að Framsókn kæmi í stað Pírata, Viðreisnar eða Samfylkingar. Allt yrðu þetta fjögurra flokka ríkisstjórnir og allar með þrjátíu og tvo þingmenn. Almennt telja flokksleiðtogar æskilegt að hafa eins fáa flokka í ríkisstjórn og hægt er. Þannig að ef Katrín hugsaði sér til hreyfings við þessar aðstæður gæti Bjarni boðið upp á þriggja flokka stjórn með Framsóknarflokki og Viðreisn sem hefði eins og núverandi stjórnarflokkar í könnuninni 33 þingmenn á bakvið sig.
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Fleiri fréttir Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Sjá meira