Innlent

Eldur um borð í Norrænu við bryggju á Seyðisfirði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Norræna við bryggju á Seyðisfirði. Myndin er úr safni.
Norræna við bryggju á Seyðisfirði. Myndin er úr safni. Vísir/JóiK

Eldur kviknaði um borð í vélarrúmi Norrænu sem liggur við bryggju á Seyðisfirði á fjórða tímanum í dag. Áhöfnin í Norrænu slökktil eldinn áður en slökkviliðið á Seyðisfirði mætti á vettvang.

Linda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Smyril Line, segir að tekist hafi að slökkva eldinn mjög fljótt eftir að hann kom upp. Engin hætta virðist því vera á ferðum og skemmdir minniháttar. Reykkafarar eru sem stendur að skoða aðstæður í vélarrúminu, leggja mat á skemmdir og þá þurfi að komast að því hvað olli eldinum.

Slökkviliðið á Seyðisfirði var snöggt á vettvang en þá hafði áhöfnin þegar slökkt eldinn. Þá hafi hitt vel á að það var nýbúið að tæma skipið af farþegum en skipið kom til hafnar í morgun. Skipið hafi þó verið rýmt, þess gætt að enginn væri um borð og starfsmenn yfirgefið skipið.

Norræna á að láta úr höfn samkvæmt áætlun annað kvöld en um sextíu ferðamenn komu með skipinu til Íslands.

Linda segist eiga eftir að taka betur stöðuna þegar búið verður að skoða betur stöðu mála í vélarrúminu hvar eldurinn kviknaði.

Auk slökkviliðsins á Seyðisfirði var mannskapur frá Egilsstöðum kallaður út. 

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:25.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.