Lífið

„Ég get ekki svona gæja á Teslum“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sunneva Einarsdóttir er með þættina #Samstarf á Stöð 2+ ásamt bestu vinkonu sinni, Jóhönnu Helgu.
Sunneva Einarsdóttir er með þættina #Samstarf á Stöð 2+ ásamt bestu vinkonu sinni, Jóhönnu Helgu. Stöð 2+

Sunneva Einars hefur aldrei séð stöðumælavörð og telur því starfsstéttina ekki vera til. Hún kemst svo sannarlega að því að það er ekki raunin þegar hún og Jóhanna bregða á leik á götum Reykjavíkurborgar í nýjasta þættinum af Samstarf á Stöð 2+.

„Ég er samt alveg stressuð. Hvað ef við klúðrum einhverju?“ spyr Jóhanna áður en þær mæta til vinnu hjá Bílastæðasjóði.

„Við klúðrum aldrei neinu,“ er Sunneva þá fljót að svara.

Þær voru glaðar að fá að vita að stöðumælaverðir ganga átta til tólf kílómetra á dag, sem eru ansi mörg skref í skrefamælinum á Apple úrinu.

„Við þurfum aldrei að æfa aftur.“

Jóhönnu fannst þetta mjög valdeflandi starf en báðar hafa reynslu af því að fá á sig miða frá stöðumælavörðum borgarinnar. 

„Gjald en ekki sekt, ég kalla þetta nú bara bloodmoney,“ sagði Sunneva eftir að það var útskýrt fyrir þeim að talað væri um gjald en ekki sekt. Hér fyrir neðan má sjá stutt brot úr þættinum þar sem þær setja gjald á ökumann sem lagði á gangstétt. 

Klippa: Tvöfaldaði skrefamarkmiðið sem stöðumælavörður

Tengdar fréttir

Taka sig alls ekki of alvarlega

Sunneva Eir Einarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir frumsýndu í þessari viku fyrsta þáttinn af #Samstarf á Stöð 2+ efnisveitunni. Vinkonurnar eru báðar þekktar á samfélagsmiðlum og hafa alltaf viljað gera þátt saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×